Dagurinn var tekin eldsnemma eða klukkan 05:30 til að klára að pakka restinni í ferðatöskurnar og pakka skíðunum og skónum í skíðatöskurnar kjallaranum. Morgunmatur var klukkan 06:30 og svo kom rútan 07:40.
Rútuferðalagið gekk mjög vel, tók rúmar 3 klst með einu kaffi/klósett stoppi á leiðinni.
Síðan tók við um 5 klst bið á flugvellinum, fyrst í 90 mín eftir að fá að tékka-sig inn og svo bið inni eftir fluginu sjálfu, en það var 1 klst seinkun sem var tilkynnt í gær.
Flugið heim var mjög fínt, þökk sé niðurhali á Netflix og svo vara bara lent um sjö leytið í Keflavík.
Þá tók við þó nokkuð löng bið í viðbót þ.e. eftir töskunum, en ég hef aldrei beðið svona lengi eftir töskum en ástæðan var víst vont veður út á flugbraut.
Hef heldur aldrei keyrt Reykjanesbrautina í svona miklum skafrenningi, það var mjög blint á köflum.
Tók samt mjög stutta æfingu á SKIERG vélinni þegar ég kom heim áður en ég datt í fastasvefn 😉