Þessi dagur verður styttri og léttari en við þurfum að bera með okkur örlítið aukadót fyrir tvo hlaupadaga þar sem enginn vegur liggur til skálans sem við gistum í. Við njótum bróðurhluta dagsins í Courmayeur og stefnum á að vera komin í Bonatti fjallaskálann fyrir kl. 18. Hér gæti veðrið ráðið því hversu snemma við leggjum í hann. Hlaupið hefst úr bænum og við stefnum á Bertone skálann (1989 m) sem stendur á brekkubrúninni. Þar er hægt að fá sér hressingu áður en við skokkum eftir fjallshlíð Ferret dalsins. Við nemum staðar við Bonatti skálann (2025 m) og komum okkur fyrir. Skálinn er einn sá flottasti á TMB leiðinni með frábærri aðstöðu.
-Styttri hlaupadagur þar sem verður lögð áhersla á að njóta Ítalíu og útsýnis.
Gisting í Bonatti skálanum.