Vissum að það átti að snjóa þennan dag. Óli var aftur orðinn slappur, svo hann ákvað að vera heima í dag, en við þremenningarnir gerðum tilraun að komast í fjallið.
Það snjóaði mikið svo við stoppuðum ekki lengi. Héldum okkur í 6 og 3, þar sem það var í skjóli á milli trjánna og fórum 3 ferðir þar niður og sátum lengi á Harley Davidson barnum. Hættum sem sagt snemma og gengum til baka á hótelið og fórum í nokkrar búðir á leiðinni, þá var verslaður hjálmur og eitthvað meira dót. Sigga og Pétur fengu sér svo heimsins bestu pizzu en ég ákvað að drífa mig á hótelið til Óla. Skíðuðum samtals 13,46 km, 2.590 m samanlögð lækkun, hámarkshraði 51 km.
Fórum svo á gönguskíði í sköflunum og náðum að skíða 3,2 km í sköflunum ha ha ha 🙂