Áttum bókaða helgarferð í Sóta í mars sl. sem frestaðist út af C-19. Ákváðum að fá nýja helgi og þessi var upplögð þar sem fimmtudagur var frídagur, þ.e. sumardagurinn fyrsti.
Við stefndum á svigskíði á Tindastóli þar sem það var blíða og ennþá snjór í fjallinu. Það var mjög gaman að skíða þar þó það væri komið sumarfæri og því stundum eins og að skíða á lími. En þá var bara borið undir og þá skánaði þetta aðeins.
Hér eru myndir frá degi 1.