Ég fór í sund í Kópavogslaugina um daginn, eftir hlaupaæfingu. Var mjög svöng og orkulaus eins og gengur eftir krefjandi æfingu og var ekki með pening eða debetkortið á mér. Leysti málið á staðnum, án þess að þurfa að slá lán, eða fara heim og sækja kortið. Ég fékk mér Hleðslu og Corny bar og borgaði með Garmin Fenix úrinu mínu á mjög einfaldan hátt. Afgreiðslustúlkan í sundlauginni, var mjög hissa, enda hafði hún aldrei séð þetta gert áður.
Ferlið að tengja kreditkortið við úrið er mjög einfalt. Þú ferð í Garmin Connect appið í símanum, smellir á „more” hnappinn, velur “Garmin Devices”, smellir á úrið þitt (ef þú ert með fleiri en eitt Garmin tæki þarna inni), velur svo “Garmin Pay” og annað hvort skráir þar inn kreditkortanúmerið, eða tekur bara mynd af kortinu og appið skráir það fyrir þig. Svo er bara að velja 4 stafa lykilnúmer.
Þegar þú greiðir með símanum þá velurðu með flýtihnapinum ”Wallet” eða veskið, slærð inn 4 stafa lykilnúmerið, leggur úrið að posanum í búðinni og færð svo kvittun. Getur ekki verið einfaldara.
Nú get ég farið út að skokka og beint í sund, eða komið við í bakaríinu í hjólatúrnum eins og í dag, án þess að taka debet- eða kreditkortið mitt með mér. Þetta er algjör snilld, elska Garmin úrið mitt sem ég tek aldrei af mér.
Meira um frábæra möguleika Garmin Fenix síðar.