Bhutan – Stage 4 (30.05.2018)

by Halldóra

Camp 4: Phajoding Monastery (3.605 m hæð – gist í klaustri) 
Stage 4: 38 km / hækkun 1.928 m / lækkun 3.266 m 

STAGE 4 YFIRLIT
Framundan voru 38 km. Byrjuðum á að klifra að hæsta punkti keppninnar í  3.712 m hæð. Svo tók við niðurhlaup í  2.600m og upp aftur í 3.400 m þar sem er aftur lækkun niður í Paro dalinn (glæsilegt útsýni yfir dalinn). Þar beið okkar heitt Buthanískt steina bað sem var góður undirbúningur fyrir  morgundaginn sem er lengsti dagurinn í fjölda kílómetra.

I never see what has been done; I only see what remains to be done.

Buddah

CHANGE IS NEVER PAINFUL, ONLY RESISTANCE TO CHANGE IS PAINFUL

Það var frekar kalt þegar við vöknuðum um morguninn. Ég hafði reynt að þurrka hlaupafötin mín í dúnsvefnpokanum og var með einnota hitapoka í skónum til að þurrka rakann úr þeim. Eftir morgunmat og blessun frá munkinum þá var haldið af stað.

Við tók klifur upp í 3.712 metra hæð sem gekk frekar hægt hjá mér en hafðist. Svo tók við ágætis niðurhlaup sem gekk mjög vel, fyrsta drykkjarstöð eftir um 11, 8km. Þar á eftir var mikil hækkun upp í 3.400 metra. Það klifur var mér mjög erfitt.  Önnur drykkjarstöð svo eftir 21 km.  Þegar ég átti eftir um 150 metra upp á topp, þá var ég orðin ansi buguð.

Mér leið ekki vel, var með hausverk og rásaði, en var ekki flökurt. Á þessari stundu hugsaði ég hvort ég hefði átt að taka „töfluna“ fyrir hæðarveiki, sem var einhver ógleðitafla. EN mér fannst ansi lítið eftir, svo ég hélt áfram. Mig langaði mikið að henda mér í götuna og bara leggja mig.  Ég fór á Snappið og velti þessu fyrir og endaði á að segja huxi, huxi, hux.. og þá fann ég bara hvernig kökkurinn kom í hálsinn og tárin fóru að flæða.  Ég ákvað bara að leyfa þessari flotgátt að opnast og losa þannig um tilfinningarnar. Mikið sem það var gott. Á endanum komst ég á toppinn og hvað ég var glöð. Þar voru brjálaðir lausir hundar eins og út um allt, sem geltu mikið á mig.

Nú vissi ég að framundan var bara 13 km niðurleið.  Þar var ég í góðum málum og henti mér niður fjallið. Ég fór fram úr fimm hlaupurum á leiðinni, 4 karlmönnum og 1 konu, Píu frá Sviss (enn og aftur sem leiðir okkar lágu saman), en þau hjónin höfðu tekið fram úr mér á uppleiðinni.

Pia reyndi að hlaupa á eftir mér og skildi Hans eftir, þá gaf ég bara í, og var komin á pace 5:10 og sá þá að hún hætti að elta. Strákarnir voru mjög hissa þegar ég kom á fljúgandi ferð niður og því miður var Zamba vinur minn einn af þeim, en hann var með verk í fætinum. Ég bauð honum verkjalyf sem hann þáði ekki.

Eftir að við komum á jafnsléttuna, þá var virkilega skemmtileg leið sem við hlupum, meðfram hrísgrjónaakrinum.  Ég ákvað að stoppa ekkert og taka engar myndir og engin snöpp, því ég ætlaði sko ekki að láta taka fram úr mér aftur 🙂

Það var skemmtilegt að koma í mark við bóndabæinn í Paro og wow hvað „Fantað“ (appelsín) sem Siggi var búin að kaupa fyrir mig var gott.

Fór svo í þetta yndislega steinabað. Var þrifin af bóndakonunni hátt og lágt með sápu og Pia var með mér í herbergi í sínu steinabaði. Eftir baðið þá gat ég látið þvo hlaupafötin mín og þau voru sett í þurrkara. Eftir að vera komin í hrein föt, þá labbaði ég með Betu, Sigga og Guðmundi Smára í kaupfélagið (kaupmanninn á horninu) og eftir búðarferðina, leituðum við að bar eða veitingastað okkur langaði svo að panta okkur pizzu og bjór, en Stefan heimilaði okkur ekki að bóka leigubíl og fara í það. Fundum bar í nágrenninu, en þar var enginn pizza, gátum keypt áfengislítinn bjór samt þar.

Fórum svo og tókum á móti síðustu íslensku hlaupurunum og tókum myndir af fallegu hrísgrjónaakrinum.

Um kvöldið var svo í boði djúspteiktur kjúklingur með beini, sem var sá skásti ég hafði borðað hingað til, eins og að borða KFC með beini 🙂

Á race-briefing fundinum fengum við þær upplýsingar að hópurinn færi af stað á tveim mismunandi tímum, þ.e. klukkan 6 og klukkan 7. Ég var mjög ánægð að vera í fyrri hópnum, þ.e. ræst klukkan 6, enda 54 km framundan og langur dagur, þar sem hlaupa á í kringum flugvöllinn í Paro og út um allt.

Sváfum öll íslenska liðið saman í sama herbergi

Strava = 36,66 km Tími: 06:40:25 

MYNDIR FRÁ STAGE 4 ER AÐ FINNA HÉR:

 

You may also like

Leave a Comment