Skelltum okkur í vetrarútilegu á Snæfellsjökli í dag. Spáin var ekkert sérstaklega vænleg eða um 12-14 m. a sek. en átti að lægja með kvöldinu. Lögðun af stað úr bænum rétt rúmlega 14. Stoppuðum í Borgarnesi og skelltum okkur svo á kaffifhúsið á Arnarstapa áður en við lögðum í hann.
Svo var bara að klæða sig vel, arka af stað á Ferðaskíðum með púlkurnar og finna gott tjaldstæði sem og við gerðum.
Bjuggum til góðan skjólvegg og tjölduðum PíPí tjaldinu hennar Ingu, þar sem það fór mjög vel um okkur um kvöldið og nóttina.