Það var sól og blíða þegar við vöknuðum á tjaldstæðinu í Tungudal á Ísafirði. Fengum okkur kaffi og smá sólbað áður en ég skellti mér í 14 km létt utanvega skokk um Ísafjörð.
Eftir skokkið fórum við í að gera bakpokana fyrir Hornstrandaferðina ready fyrir siglinguna á mánudagsmorgun.
Fórum svo að leita að USB hleðslupungum, þar sem við treystum ekki á rafmagnið á sólarsellugræjunni, hafði ekki verið að hlaða nógu hratt á Vestfjörðum.
Fórum í Nettó að leita að USB og hittum þá hana Veigu kayakræðara sem fór hringinn í kringum Ísland. Hún bauðst til að lána mér svona USB charger svo við fórum heim með henni og fengum þetta lánað.
Síðan borðuðum við á Asíska staðnum hjá Nettó sem er geðveikt góður og vel útilátinn. Gott að hlaða vel fyrir átökin.