Ofboðslega fallegt kvöld á gönguskíðum með Siggu vinkonu. Við fórum seinnipartin, rétt undir kvöldmat. Vorum alveg ótrúlega heppnar með veður, því þegar við komum upp í Heiðmörkina, var nýbúið að ganga á með éljum, en sólin bryjaði að skína um leið og við stigum á skíðin.
Fórum fyrst 7-8 km stærri hringinn og við bara ljómuðum, eftir þunga viku og mikla Covid-19 umræðu. Lögðum svo af stað styttri hringinn þ.e. 4 km hringinn þegar við erum rétt um hálfnaðar lendi ég í vandræðum með bindingarnar á öðru skíðinu. Ég renn af skíðinu, ennþá með einn hlutann undir skónum. Sigga gafst ekki uppá að púsla þessu saman, en það vantaði eitt lítið stykki til að festa þetta.
Renndi mér því mjög rólega, eiginlega bara á öðru skíðinu á veginum niður í bíl. Fengum reyndar boð frá góðhjarta Audi bílstjóra að skutla mér niður eftir, en þetta gekk allt á endanum.
Þakklát fyrir þetta góða og fallega veður, og yndislegan félagsskap, takk elsku vinkona.