Vöknuðum í morgunmat klukkan 09:00, hringdum í skipstjórann til að fá fréttir og sátum þar til að verða klukkan 11:00. Hittum þessar fígúrur sem eru líka að safna fyrir gott málefni, veit ekki alveg hvaða 🙂
Fréttirnar voru „ennþá bræla“ enginn að fara að synda í dag. Fórum þá í sjóinn og tókum fyrri æfingu dagsins. Fengum félagsskap Indverja sem synti með okkur, en hann er að fara SÓLÓ sund í lok mánaðarins.
Okkur Sigrúnu leið ekki mjög vel, þar sem við höfðum prófað að setja á okkur stóran sjóveikisplástur. Sigrún sá ofsjónir og leið mjög illa. Mér var smá kalt, þó að hitastigið væri um 17 gráður, eða 1 gráðu kaldari en í gærkvöldi.
Eftir sundið, fór ég bara uppá herbergi að vinna. Ágætt að slaka bara á og hvíla sig. Einhverjir fóru til London og aðrir í Outlet mall og sumir að skoða kastalann. Ýmislegt gert til að nýta daginn.
Tókum svo seinni sundæfingu seinnipartinn um klukkan 18:45 og skelltum okkur svo í bíó á Once Upon a Time in Hollywood, klukkan 08:00, en myndin var ekki búin fyrr en rúmlega 23:00.
Fór mjög seint að sofa, eða um klukkan 01:00.