Hvannadalshnúkur toppaður á fjallaskíðum í frábæru veðri

by Halldóra

Toppaði hæsta topp Íslands í dag á fjallaskíðum í frábæru veðri og frábærum félagsskap. Við lögðum af stað klukkan 04:15 frá Reykjavík í morgun og vorum komin að Sandfelli klukkan klukkan 08:00. Stoppuðum reyndar aðeins á hótelinu til að fá okkur kaffi og komast á salerni. Vorum samt smá tíma að græja okkur, þ.e. koma aukafatnaði og nesti í bakpokana og festa skíðin og skóna á þau, svo við lögðum ekki í hann fyrr en klukkan 09:00.

Snjólínan var i um 900 metra hæð, svo við gengum upp á Hoka strigaskónum að snjólínu þar sem við skildum skóna eftir í plastpoka og merktum staðinn að sjálfsögðu í Garmin.

Hófst þá gangan á fjallaskíðunum, hittum fyrst tvo göngumenn sem voru að koma niður, sem höfðu lagt af stað um miðnætti. Stuttu síðar hittum við 4 göngumenn, sem Vilborg Arna og Tindar Travel leiddu. Gaman að hitta Vilborgu og knúsa hana og hún sagði okkur að fyrstu spurngurnar eru í ca 1350 m. hæð og þau fóru í línuna í um 1.100 metrum.

Héldum svo áfram og komum svo að svæðinu, þar sem flestir fara í línu og hittum þar hóp á niðurleið, þar var Svana Gunnarsdóttir úr Hlíðarbyggðinni. Gaman að hitta fullt af fólki sem maður þekkir á göngu á Hvannadalshnúk 🙂

VIð héldum göngunni áfram, veðrið var algjörlega frábært, ég var svo heppin að fá lánaðan stuttermabol hjá Sigga, þar sem ég hafði ekki verið svo bjartsýn að taka með mér stuttermabol, átti von á um 10 gráðu frosti á leiðinni, en Siggi var með tvo boli. Hann var svo reyndar sjálfur bara ber að ofan alla uppleiðina, en við Guðmundur Tryggvi vorum á stuttermabolum.

Við fórum yfir nokkrar sprungur á uppleiðinni, en fórum í línu þegar við vorum komin upp á sléttuna. Þar hittum við líka nokkrar göngumenn á leið niður í línu. Eina ævintýralína sem var að koma úr einhverri ævintýraferð og svo hittum við aðra línu sem var að koma niður af Hnúknum sem Óli (Ólafur Þór Magnússon) og Erling Magnússon, fyrrum vinnufélagi minn hjá OK leiddu.

Ferðin yfir sléttuna gekk vel á fjallaskíðunum, en við vorum samt alltaf á skinninu. Þegar við komum að „hnúknum sjálfum “ þá fórum við af skíðunum og tókum öxina og annan stafinn upp. Við Siggi skildum bakpokana okkar eftir, en Guðmundur Tryggvi tók sinn og tók með í hann smá nesti og ísbroddana mína. En við gerðum ekki ráð fyrir að þurfa að nota þá. Mættum stóra FÍ fjallaskíðahópnum (með Ísbirnunum vinum mínum), á leiðinni upp, en þau höfðu lagt af stað rúmlega 5 um morguninn og fóru Ísbirnirnir allir á toppinn á fjallaskíðunum og voru að renna sér niður. Gaman að hitta þau og heyra um bónorðið sem hafði farið fram á toppnum.

Á toppnum ...

Við þremenningarnir toppuðum svo Hnúkinn 2.109,6 (2.142 metra skv. mínum Garmin) (tími: 5:59:00) á innan við 6 klst sem er bara nokkuð gott með öllum þessum stoppuð og spjalli á uppleiðinni.

Fengum „suprise“ frá Guðmundi Tryggva sem var æðisleg SS rauðvínsspægipylsa og Beef Jurky, mjög gómsætt á hæsta tindi Íslands. Lagið sem kom í hugann var TOP OF THE WORLD með Carpenters.. sjá hér

Sungum þetta lag að sjálfsögðu á leiðinni niður toppinn 🙂

Such a feeling’s coming’ over me 
There is wonder in ‘most every thing I see
Not a cloud in the sky, got the sun in my eyes
And I won’t be surprised if it’s a dream Everything I want the world to be
Is now coming’ true especially for me

Leiðin niður gekk svo súper vel, við tókum skinnin undan og þurftum reyndar aðeins að ýta okkur fyrst, á sléttunni og svo var bara skíðað niður lengstu skíðabrekku landsins, sem er algjörlega mögnuð upplifun. Lærin fundu alveg fyrir því á leiðinni niður 🙂

Við snjólínuna, skiptum við um skó og græjuðum skíðin á bakpokann og skokkuðum létt niður fjallið. Gaman að hitta Ísbirnina aftur. Tíminn skv. Strava 6:20:52 moving time – 9:01:07 total time – slökkti ekki alveg um leið og ég kom niður.

Fengum okkur svo nesti áður en við skiptumst á að keyra í bæinn. Stoppuðum í kvöldmat á Vík en vorum komin í bæinn um klukkan 23:00.

Takk kæru vinir, Siggi Kiernan og Guðmundur Tryggvi fyrir frábæran dag.

You may also like

Leave a Comment