KEPPNISSAGA – CHALLENGE ICELAND 2016

by Halldóra

Vekjaraklukkan hringdi klukkan 06:45 en ég kom mér ekki á fætur fyrr en klukkan 07:00. Það var svo sem allt tilbúið, nema henda dótinu í pokana (hjóla-, hlaupa- og eftir keppnispokana), fá sér kaffi á fastandi maga, morgunmat og síðan að henda sér í þríþrautarfötin. Samt tekur þetta alltaf aðeins lengri tíma en maður ætlar sér svo við Óli vorum komin út klukkan 08:00 – ætluðum að leggja af stað 07:45.

Það var GRENJANDI rigning á leiðinni upp eftir og ástandið minnti mig ískyggilega á 1/2 grenjandi rigningjárnmanninn sem ég tók þátt í hjá 3SH í Hafnarfirði árið 2012, fyrsta árið mitt í þríþrautinni, þegar það rigndi eldi og brennisteini. Varð líka hugsað til þess að hafa sagst ekki ætla að taka þátt, nema það yrði þokkalegt veður. ,,Nenni ekki að fara að hjóla í Hvalfirði 90 km í grenjandi rigningu og roki”. OK – það var ekki mikið rok.

Þegar við komum upp í Kjós, við Meðalfellsvatn, voru stelpurnar komnar, búnar að taka hjólin úr bílnum og pokana og voru á leiðinni niður að skiptisvæði með hjólin og pokana, þ.e. bæði hjólapokann og hlaupapokann. Ég rölti svo með þeim niður eftir, lét skoða hjálminn og bremsurnar á hjólinu, allt OK, og kom svo hjólinu fyrir á réttum stað, #44. Allt vel merkt og vel skipulagt og skiptisvæðið mjög flott með rauðum dregli og borðum og tjöldum, allt merkt CHALLENGE family, en allt líka orðið vel blautt.

Fór síðan í klósettröðina, sem var að verða þó nokkuð löng og kom mér svo fyrir uppi í veitingatjaldi til að klæða mig í wet-suit gallann. Svo var bara að koma sér niður að vatni.

SUND 1,9 km = 00:41:47
Pro-karlar voru ræstir klukkan 10:00. Pro-konurnar nokkrum mínútum á eftir og við öll hin í aldursflokki klukkan 10:05. Vatnið var kalt eða um 14 gráður, hafði kólnað um eina gráðu frá deginum á undan. Það var samt ágætt að fara aðeins fyrr í vatnið, fór og synti aðeins og fann eins og alltaf í þessum kulda mikið fyrir kuldanum í lungunum, svona eins og oföndunareinkenni, þar sem það tekur þau smá tíma að venjast kuldanum. Gleraugun láku ekki eins og í Svíþjóð svo ég tók þau ekkert af mér, var allan tímann með þau á mér, líka á meðan við biðum eftir að vera ræst út.sundid

Leið ágætlega um leið og það var ræst og mér fundust lungun lagast. Eftir að hafa synt í smásund, sé ég hvar vatnið var orðið mjög gruggugt og allt í einu er bara fullt af fólki í kringum mig farið að labba eða hlaupa á grynningunum. Ég reyndi að standa upp en fannst það bara óþægilegt svo ég hélt bara áfram á sundi. Kom þá að stórum stein sem ég varð að synda fram hjá.

Loksins kom ég svo að fyrstu bauju en það var mjög erfitt að sjá baujurnar úr fjarska, kannski líka því móða var komin í gleraugun mín þar sem ég vildi ekki taka þau af mér á meðan ég beið eftir ræsingunni. Náði ekki að drafta neinn, þar sem mér fannst bara allir langt á undan mér. Eftir að hafa beygt til vinstri við fyrri baujuna, sé ég hvar einn sundmaður kemur syndandi beint á móti okkur, í alveg kolranga átt, þessi sundmaður var rammviltur. Ég hélt áfram að næstu bauju og þá voru tveir menn við hliðina á mér, annar synti nú bara yfir mig við baujuna en hinn var aðeins á undan mér. Sá sem synti yfir mig fannst mér stefna ansi mikið að landi og hinn lengra út á vatnið svo ég ákvað að synda þó nokkuð langt á milli þeirra þ.e. í þá átt sem ég hélt að tjaldið væri í landi. Sá samt aldrei tjaldið vegna móðu, synti því meira eftir minni.13833419_10155102139689778_2100584924_o

Ég man að ég hugaði á þessum tímapunkti að ég hefði kannski átt að prófa hjólið og hjóla smávegis áður en ég kom því fyrir á skiptisvæðinu, man ekki í hvaða gír það var, og vissi ekki yfir höfuð hvort það væri í lagi 😉 😉 Óli hafði samt pumpað í það um morguninn 😉 Fyndið hvað maður fer að hugsa mikið þegar maður hefur nægan tíma.

Sundið gekk vel og ég var farin að sjá til lands, elti þennan sem hafði verið vinstra megin við mig og sá að hann fór vinstra megin við síðustu baujuna. Það var aðeins umræðuefni fyrir sundið hvort maður ætti að fara hægra megin eða vinstra megin við þessa síðustu bauju en ég ákvað bara að elta þennan og fara þá örugglega lengri leiðina þ.e. vinstra megin við baujuna, svo það væri ekkert short-cut.

T1 skiptitíminn er 00:04:48 – samtals tími 00:46:36
Það var virkilega flott þjónusta hjá sjálfboðaliðunum þegar maður kom í land. Númerið t1manns var kallað upp, svo pokinn var tilbúinn þegar ég kom að skiptitjaldinu. Ég fékk aðstoð hjá Sigrúnu Árna að koma mér úr gallanum sem var frábært því ég var frekar loppin á höndunum. Fór í sokka og hjólaskó (festi samt ekki smelluna), fór í langermapeysu og setti á mig bakbeltið, setti aftur á mig úrið (sem maður verður að taka af sér áður en maður fer úr wet-suitinu), setti buff um hálsið og annað um höfuðið og hljóp svo að hjólinu með hjólagrifflurnar þar sem hjálmurinn minn og númerabeltið var.

Það voru algjör mistök að fara ekki í hjólagrifflurnar og fá aðstoð við það í tjaldinu því ég var örugglega í 2 mínútur að reyna að komast í grifflurnar þar sem ég stóð við hjólið. Svo var ég líka að rembast við að reyna að festa smellurnar á skóna mína, sem er svona snúið uppá, en það er mjög erfitt þegar maður er ískaldur og blautur. Eftir þennan langa tíma fóru hjólagrifflurnar á endanum upp á fingurna og hjálmurinn á hausinn og númerabeltið á sinn stað (setti það fyrst á mig á hvolfi) og svo var hlaupið af stað upp brekkuna með hjólið og yfir ráslínuna áður en ég henti mér upp á það.

HJÓL 90 km = 03:17:08 – samtals: 04:05:56
Magga Páls og Rafn fóru á sama tíma og ég af stað og tóku bæði fljótlega fram úr mér. Ég t13sá samt að eina leiðin til að koma hita í skrokkinn var að reyna að taka á því á hjólinu. Hugsaði samt líka, hey það eru 90 km framundan og svo hálft maraþon og maður má ekki taka of mikið úr sér. Margrét er mjög öflugur hjólari svo bilið á milli okkar jókst strax. Vorum samt ekki komnar langt þegar ég sá Margréti útí kanti en hún hafði þá misst keðjuna og þurfti að stoppa til að laga það. Ég hægði á mér og spurði hvort hún væri ekki OK, og fékk jú svo ég hélt bara áfram. Skömmu síðar kom hún svo aftur á fljúgandi ferð fram úr mér.

Svo sá ég að Ranna var í vandræðum en það var komin þjónustubíll að aðstoða hana en þá hafði sprungið hjá henni og hún ekki með nein verkfæri á sér til að skipta um slöngu.

Ég hélt áfram og þegar ég var alveg að koma inn að botni, sá ég Gúu, þekkti gulu sokkaskóna sem hún keypti í sumar í Svíþjóð, og kastaði á hana kveðju þegar ég fór fram úr henni.

Hélt svo áfram og fór fram hjá vatnsstöðinni án þess að taka brúsa, var ennþá með nógan vökva og gel en spurði um banana sem voru ekki til þarna. Hélt svo áfram inn að Ferstiklu og fór þá fram úr fleirum sem voru í vandræðum, þ.e. sá viðgerðarbílinn, veit ekki hvort þetta var sá sami eða annar að aðstoða einhvern útí kanti.

Brekkurnar tóku vel á en það var gaman þegar ég var farin að mæta PRO-hjólurunum sem voru á leið til baka og gat hvatt þá áfram, “GO GO GO !!!” það var skemmtilegt.

Það var líka yndislegt að komast inn að snúningskeilunni eftir 45 km og vita þá að maður var hálfnaður, það er alltaf góð tilfinning, man ég fékk hana líka þegar sundið var hálfnað. Alltaf gott fyrir hausinn að hugsa, innan við 50% eftir 😉

Fékk mér vatnsbrúsa á stöðinni en gleymdi að spyrja um banana, sem ég var búin að ákveða að ég ætlaði að fá mér 😉 Ekkert við því að gera, ekki snýr maður við 😉

Náði svo Birnu rétt eftir drykkjarstöðina og svo stelpu númer 32 sem varð svo vinkona mín á hlaupunum, Cecilia Dan Hartmeyer en hún er dönsk og varð 3. í sínum aldursflokki, 30-34 ára.

Sá svo Pétur hennar Siggu út í kanti þar sem hann var að taka myndir, gaman að veifa honum og fá hvatningu og það upp bratta brekkuna. Hafði reyndar séð hann á leiðinni inn úr líka en hann fattaði ekki hver ég var, fyrr en ég var komin fram hjá.

Eftir að ég er komin inn í Hvalfjarðarbotn og á leið til baka í Kjósina, missti ég eitthvað orkuna eða “zónaði” út, eins og ég geri stundum. Þá kom Cecilia aftur fram úr mér og Rafn líka, veit ekki alveg hvar ég tók fram úr honum, en alla vega fóru þau bæði fram úr mér. Í einni bröttu brekkunni tók ég aftur fram úr Ceciliu fannst hún hafa hægt á sér og vildi ekki hægja á mér, því ég var alltaf að passa þetta 12 metra bil, sem verður að vera á milli hjólara. Þegar við vorum alveg að koma upp þessa síðustu brekku tók hún aftur fram úr mér og var á undan mér, ekki samt nema þessa 15 metra þangað til við komum í mark. Var samtals 3:17.08 á hjólinu.

T2 skiptitími er 00:02:11 – heildartími 04:05:56
Sá Óla og Irinu á skiptisvæðinu og var voða glöð að vera búin að hjóla, sérstaklega þar sem t14ég sá að margir höfðu lent í vandræðum. Í öllum svona þríþrautarkeppnum hef ég alltaf krossað fingur og þakkað fyrir að lenda ekki í því að sprengja eða þaðan af verri vandræðum, því það getur allt gerst í hjólaleggnum, sem maður hefur enga stjórn á.

Henti hjólinu á næsta rekka og hljóp í átt að skiptitjaldinu. Þar tók Sigrún á móti mér, brosandi og alltaf jafn yndisleg, rétti mér pokann og hvolfdi úr honum. Spurði hvað ég vildi fá og ég man ég sagði bara hlaupaskóna og derið. Henti svo hjálminum ofan í pokann og fór í skóna og setti á mig derið. Þá sagði Sigrún viltu ekkert gel, jú auðvitað ætlaði ég að taka gelið með mér en maður er orðinn svolítið steiktur í hausnum, þannig að ég þakkaði henni kærlega fyrir, tók gelið og orkugúmmíhlaupapokana og henti mér svo af stað. Fínn skiptitími þar eða rétt rúmar 2 mín.

HLAUP 21:1 km = 02:08:18
Lagði svo af stað í hlaupið. Kom út úr skiptisvæðinu á svipuðum tíma og vinkona mín #32 t15sem ég hafði verið að taka fram úr og sem tók fram úr mér á hjólinu. Ég var fyrst aðeins á undan henni, svo tók hún fram úr mér og var aðeins á undan mér. Það var alveg logn og orðið frekar hlýtt á þessum tíma og það hafði stytt upp þannig að það var fínt hlaupaveður. Hún stoppaði og fékk sér að drekka á fyrstu vatnsstöðinni en ég hélt bara áfram svo ég var á undan henni inn meðfram vatninu. Mætti Önnu, Telmu og Margréti á þessum kafla og þær litu allar mjög vel út. Mér leið ágætlega, púlsinn var ekki hár en fæturnir einhvern veginn hlupu bara ekki hraðar.

Ég var ennþá með bakbeltið og var stöðugt að toga það niður á mjaðmir, því ég fann að ég var aum í hægri mjöðminni og þar sem brjósklosið er á milli 4. og 5. frekar neðarlega, þá fannst mér best að hafa stuðninginn yfir mjaðmirnar frekar en í mittinu. Ég var því stöðugt að ýta því niður en gat ekki hlaupið mjög hratt. Púlsinn var hins vegar frekar lágur, eða um 160 – sem er ekki hátt hjá mér, hefði mátt hlaupa á um 170-180 en hámarkspúlsinn minn er 200.

Mér leið samt alveg ágætlega, tók eitt gel eftir um 3 km, þegar ég var búin að fara yfir fyrstu mottuna. Vinkonan var ennþá á eftir mér en hún stoppaði aftur á næstu vatns-drykkjarstöð. Mér leið ágætlega að hlaupa svo upp brekkuna en fann að ég var komin í ansi mikinn spreng að komast á klósett. Ég spurði því starfsfólkið á næstu stöð og maður fékk fyrstu teygjuna, þ.e. gula teygju hvort ég mætti pissa við bílinn. Jú, þau gáfu grænt ljós á það – svo ég skellti mér bara upp við dekkið og settist á hækjur mér, fékk meira að segja lánaðan klósettpappír hjá yndislegum sjálfboðaliða sem var þarna.

Var ég búin að segja ykkur hvað sjálfboðaliðarnir voru einstakir í þessari keppni ?

Þegar ég er búin að pissa er Cecilia komin og ég næ að hanga á eftir henni niður eftir, sem var ágætt, því það var smá rok þarna á móti. Hékk í henni alveg fram að því að við kláruðum þennan fyrsta hring. Á þessum tímapunkti var Siggi Nikk að klára, ég man hvað ég öfundaði hann að vera búinn en hann flaug þarna fram hjá okkur niður brekkuna og hvatti mig til að halda áfram að brosa 😉

Kláraði fyrri helminginn af hlaupinu á 1 klst 3 mín og 59 sek. Fékk þá aðra teygju þ.e. rauða og svo var haldið áfram. Fór aðeins að spjalla við Ceciliu sem reyndar vildi svo stoppa á næstu drykkjarstöð og ætlaði að labba. Ég hvatti hana til að halda áfram og elta mig en hún vildi hvíla. Hitti Hákon sundþjálfara áður en ég kom að bóndabænum og hann sagði gefðu í og náðu mér 😉 Ha ha ha var ekki alveg á þeim buxunum. Svo var bara að fara út að bóndabænum og yfir tímamottuna þar og svo til baka.

Stoppaði samt sjálf á næstu drykkjarstöð og fékk mér bæði vatnsglas og kókglas, fyrsta kókglasið síðan ég byrjaði að hlaupa, var reyndar nýbúin að taka þriðja gelið í hlaupinu. Svo var bara að hendast upp brekkuna, hitti þá Hákon aftur og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að bíða eftir mér. Hann sagðist myndu bíða eftir næstu brekku ha ha ha (þá komin í mark). Það var ekkert annað að gera en að sækja síðustu teygjuna, þ.e. bláu og fá frábæra hvatningu eins og alltaf þar og hendast svo niður og klára þetta hlaup.

Mér leið alveg ágætlega, hugsaði þetta eru bara 3 km eftir, eins og einn lítill Ásahringur og það var gott að fá mótvindinn og kælinguna á leiðinni niður eftir. Man ég hugsaði að í fyrra var ég farin að hlaupa og ganga til skiptis á þessum tímapunkti, var alls ekki í jafn slæmu ásigkomulagi núna, þótt ég færi ekki hratt yfir og væri í raun með lakari tíma nú en í fyrra, en það skiptir ekki máli, þegar gleðin er annars vegar.

Kláraði hlaupið á 2 klst 8 mín og 18 sek. og þar með keppnina á 6 klst 14 mín og 15 sek. kominimark3Náði 2. sæti í aldursflokki 45-49 ára (af 2 keppendum). Ég var alltaf mjög sátt við það þar sem ég hef ekki æft mikið þríþraut þetta árið þar sem áherslan var á gönguskíðin síðasta vetur fyrir Vasaloppet og svo var áherslan á fjallahlaupin í allt sumar fyrir Lavaredo. Maður uppsker alltaf eins og maður sáir (í jákvæðri merkingu þess orðs) og því var ég virkilega ánægð með að ná markmiðum mínum fyrir þessa keppni sem var í fyrsta lagi að klára og í öðru lagi að hafa gaman af.

ÞAKKIR
Það er auðvitað alveg frábært að eiga yndislegan maka sem styður mann og styrkir í öllu því sem maður er að gera og Óli var með mér í Kjósinni allan daginn sem var alveg frábær stuðningur. Takk fyrir það, elsku Óli. Svo hafa Dóri sjúkraþjálfari og Bjössi einkaþjálfari í Laugum haldið bakinu á mér gangandi. Ég ákvað til dæmis að vera með bakbeltið á mér allan tímann, þ.e. bæði á hjólinu og í hlaupinu og það kom sér mjög vel. Hjólið er mjög krefjandi að liggja frammi á því í 3 klst, þegar maður er með brjósklos og tæpt bak sem þarf stöðugt að halda í lagi. Ákvað þar að fórna LOOKINU og vera með beltið, en það hjálpaði mikið, auk þess sem ég hef ekki æft langt hjól í allt sumar svo bakið er heldur ekki vant því að vera í þessari stellingu svona lengi. Takk kæru félagar.

Í Þríkó á ég líka bestu æfingafélaga í heimi og frábæra þjálfara, þá Hákon Jóns, Viðar Braga og Ívar. Takk kæru æfingafélagar og þjálfarar.

SAMANBURÐUR
Hér að neðan er samanburður við tímana mína í sömu keppni í fyrra. Þá var reyndar synt frá öðrum stað og reyndar var bæði hjóla- og hlaupabrautin aðeins öðruvísi. Var samt á 20 mínútna lakari tíma núna. Í fyrra æfði ég þríþrautina meira með fjallahlaupunum, þar sem ég fór í Ironman í Flórída í nóvember og reyndar stóra fjallahlaupið í Mt.Blanc í lok ágúst í fyrra. Þetta árið var stóra 120 km fjallahlaupið mitt A keppnin mín og veturinn fór að mestu í gönguskíðaæfingar fyrir Vasaloppet. Er því mjög sátt við árangurinn og veit að ég á alltaf inni, því maður uppsker alltaf eins og maður sáir.

You may also like

Leave a Comment