Dagurinn byrjar á því að fara upp í litla þorpið Zmutt (1936 m). Þaðan er farið úr blómstrandi alpaengi með alpaskálum upp í grýttara landslag og á jökul. Hér erum við rétt fyrir neðan Matterhorn og er útsýnið strax stórkostlegt! Klifrið heldur áfram smám saman upp að Trockener Steg (2939m) og þaðan að Gandegg skálanum (3030m). Í skálanum fáum við okkur hressingu og hittum fjallaleiðsögumenn sem leiða hópinn yfir jökulinn. Eftir leiðina yfir jökulinn og langan kafla í snjó förum við yfir Teodulo skarðið og endum daginn í skálanum sem er kenndur við það.
TMR D2
previous post