Það var á einni af fyrstu æfingunum fyrir Laugavegshlaupið, að ég er að teygja með hópnum eftir æfingu að ég sagði við hópinn að ég væri svo stirð, ég væri eins og Solla stirða og þyrfti að koma mér í Yoga kennara nám.
Vinkona mín, Sigga Lára, segir þá við mig: „Mæli með Iceland Power Yoga, ég var í kennarnámi þar og er að fara í tíma í fyrramálið klukkan 06:00 viltu ekki bara koma með mér ?“
Úr varð að ég fór í einn prufutíma með Siggu Láru, keypti mér 3ja mánaða kort í framhaldinu og skráði mig strax í kennaranám Iceland Power Yoga, sem er 200 klst certified nám.
Í dag 11. desember úskrifaðist ég úr náminu og þvílíkt ferðalag, sem þetta nám var Journey Into Power, í orðsins fyllstu merkingu. Það var svo magnað að ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því. En ég finn það og veit að ég er önnur og betri manneskja eftir ferðalagið og ég er mun þakklátari fyrir allt það sem lífið hefur gefið mér, heilsuna, fjölskylduna, vinnuna, vinina, vinnufélaga og tala nú ekki um minn besta betri helming <3
Óska félögum mínum innilega til hamingju með útskriftina og þakka þeim fyrir samveruna í þessu magnaða ferðalagi.
Takk elsku Alice og Inga fyrir frábæra kennslu og takk elsku Sigga Lára fyrir að bjóða mér á þessa einu örlagaríku æfingu <3 <3 <3