Fararstjórarmunu skipuleggja ferðalag frá Zermatt til Genfar flugvallar fyrir þá sem vilja, hvort sem þaðverður með almenningssamgöngum eða einkaakstri.
Gallery not found.ágúst 2023
Síðasti hlaupadagurinn verður eftirminnilegur og seinni hluti Europaweg leiðarinnar. Dagurinn hefst á því að fara yfir þriðju lengstu hengibrú heims! Eftir smá tíma á leiðinni mun Matterhorn blasa við í öllu sýnu veldi alla leið til Zermatt. Aukafarangur okkar bíður á hótelinu og tekur nú við frjáls tími í þessum fallega bæ. Hópurinn stefnir á að fara saman út að borða um kvöldið og fagna mögnuðu afreki að ljúka TMR hringnum.
Gallery not found.Frá Grächen liggur leiðin inn á gönguleiðina Europaweg sem liggur alla leið til Zermat fyrir ofan Mattertal dalinn. Leiðin er talin ein sú fallegasta í Ölpunum og hefur nokkra tæknilega hluta. Leiðin liggur að Europaskálanum þar sem hópurinn gistir og nýtur stórbrotins fjallaútsýnis.
Gallery not found.Þetta er langur dagur! Eftir góða hvíld í skálanum er farið yfir Monte Moro skarðið (2868m), sem markar landamæri Ítalíu og Sviss. Við lækkum okkur niður að Mattmark vatninu og þar styttum við ferðina með strætó til Saas-Fee bæjarins. Þar fáum við okkur góða hressingu áður en við förum upp á Höhenweg svalaleiðina og förum frá Saas dalnum yfir í Mattertal (Zermatt dalinn). Þetta er ótrúleg útsýnisleið og er mikil upplifun að fara um stíga leiðarinnar. Við endum daginn á góðu hóteli í skíðabænum Grächen sem stendur hátt fyrir ofan Mattertal dalnum.
Gallery not found.