Hópurinn þarf að leggja af stað mjög snemma eftir góðan morgunverð. Frá skálanum er hlaupið niður að Cime Bianche vatninu áður en komið er að Cime Bianche skarðinu. Næst tekur við langt niðurhlaup að þorpinu Saint Jacques. Við förum þó ekki alla leið í það heldur höldum hæð til Résy og svo að Bettaforca skarðinu (2672m). Hér ætlum við að stytta leiðina yfir skíðasvæði með lyftuferðum. Það mun fara eftir veðri og tíma hvort hópurinn muni hlaupa frá Passo dei Salati (2936m) og lengja hlaup dagsins. Við horfum yfir Alagna þorpið en höldum áfram inn dalinn og gistum í Pastore skálanum (1575m) sem er flottur og þekktur fyrir góðan mat.
TMR D3
previous post