UTMB (Ultra-Trail du Mont Blanc) er margrómuð fjallahlaupsería þar sem hlaupið er umhverfis Mont Blanc í lok ágúst til byrjun september ár hvert. Til að öðlast þátttökurétt í hlaupunum þurfa hlauparar að hafa tekið þátt í öðrum hlaupum þar sem þeir fá svokallaða ITRA punkta til að geta tekið þátt í happdrættinu þar sem er dregið um sæti.
Þrjár íslenskar konur komust á verðlaunapall í sínum aldursflokki, allar í V2F (50-59 ára). Sigríður Rúna Þóroddsdóttir sem hljóp TDS hlaupið, 145 km, og var í 2. sæti í aldursflokknum. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sem hljóp CCC hlaupið, 100 km, var einnig í 2. sæti og Brynja Baldursdóttir sem hljóp OCC hlaupið, 56 km, var í 3 sæti. Þetta telst frábær árangur hjá íslenskum konum í UTMB, en keppnin telst sú sterkarsta í heiminum í löngum fjallahlaupum.
Aldrei hafa jafn margir Íslendingar tekið þátt í hlaupinu, en 25 hlauparar tóku þátt. Langflestir voru í OCC hlaupinu sem er 56 km hlaup með 3.500 metra hækkun, en þar voru 11 þátttakendur. Átta þátttakendur voru í CCC hlaupinu sem er 100 km hlaup með 6.100 metra hækkun. Fimm íslendingar tóku þátt í TDS hlaupinu sem er 145 km hlaup, 9.100 metra hækkun. Því miður þurfti að stoppa hlaupið, þar sem einn þátttakandi lést í hlaupinu. Einn Íslendingur, Gunnar Júlísson, tók þátt í lengsta hlaupinu, 170 km með 10.000 metra hækkun hlaupinu og var það í annað skipti sem hann klárar þetta hlaup.
Fjölmargir stuðningsmenn voru með Íslendingunum og vöktu hvatning og stuðningur þeirra mikla athygli hlaupahaldara í markinu í Chamonix.
Þrjár íslenskar konur á verðlaunapalli í UTMB hlaupinu
UTMB (Ultra-Trail du Mont Blanc) er margrómuð fjallahlaupsería þar sem hlaupið er umhverfis Mont Blanc í lok ágúst til byrjun september ár hvert. Til að öðlast þátttökurétt í hlaupunum þurfa hlauparar að hafa tekið þátt í öðrum hlaupum þar sem þeir fá svokallaða ITRA punkta til að geta tekið þátt í happdrættinu þar sem er dregið um sæti.
Þrjár íslenskar konur komust á verðlaunapall í sínum aldursflokki, allar í V2F (50-59 ára). Sigríður Rúna Þóroddsdóttir sem hljóp TDS hlaupið, 145 km, og var í 2. sæti í aldursflokknum. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sem hljóp CCC hlaupið, 100 km, var einnig í 2. sæti og Brynja Baldursdóttir sem hljóp OCC hlaupið, 56 km, var í 3 sæti. Þetta telst frábær árangur hjá íslenskum konum í UTMB, en keppnin telst sú sterkarsta í heiminum í löngum fjallahlaupum.
Aldrei hafa jafn margir Íslendingar tekið þátt í hlaupinu, en 25 hlauparar tóku þátt. Langflestir voru í OCC hlaupinu sem er 56 km hlaup með 3.500 metra hækkun, en þar voru 11 þátttakendur. Átta þátttakendur voru í CCC hlaupinu sem er 100 km hlaup með 6.100 metra hækkun. Fimm íslendingar tóku þátt í TDS hlaupinu sem er 145 km hlaup, 9.100 metra hækkun. Því miður þurfti að stoppa hlaupið, þar sem einn þátttakandi lést í hlaupinu. Einn Íslendingur, Gunnar Júlísson, tók þátt í lengsta hlaupinu, 170 km með 10.000 metra hækkun hlaupinu og var það í annað skipti sem hann klárar þetta hlaup.
Fjölmargir stuðningsmenn voru með Íslendingunum og vöktu hvatning og stuðningur þeirra mikla athygli hlaupahaldara í markinu í Chamonix.