Frábæru ferðlagi með Víkingasveitinni 2020 er nú formlega lokið.
Þegar Einar Bárða auglýsti Járnvíkinginn og Víkingasveitina snemma á þessu ári, þá hugsaði ég strax þetta er eitthvað sem mig langar til að klára, þar sem ég er búin að klára Landvættinn og Sænska klassíkerinn sem eru svona íþrótta-seríur. Hins vegar var köttur í bóli bjarnar, þar sem ég var skráð í UTMB hlaupið í Chamonix sömu helgina í september og Eldslóðarhlaupið átti að fara fram, svo ég sá því miður ekki fram á að geta klárað hvorki Járnvíking né Víkingasveitina að þessu sinni, þar sem þú verður að klára allar fjórar þrautirnar á einu ári (tvö utanvegahlaup, ein fjallahjólakeppni og ein götuhjólakeppni).
Þann 20. maí var svo orðið ljóst að UTMB yrði ekki haldið í ár. Ég ákvað samt að vera bara með í Hengils hlaupinu (6. júní), þ.e. skrá mig í 25 km, sem var þá ágæt æfing fyrir Laugavegshlaupið.
Þegar Gullhringurinn var haldinn, laugardaginn 11.júlí var ég ekki bókuð fyrir utan hefðbundna Laugavegs-hlaupaæfingu sem ég kláraði um morguninn. Skellti mér svo í Silfurhringinn á Laugavatni seinnipartinn með Rúnu Rut vinkonu sem var að fara Gullhringinn og þá var ég búin með 2 þrautir af 4 í Víkingasveitinni. Var því orðin frekar spennt að klára allar fjórar þrautirnar.
Hins vegar þurfti Einar að fresta bæði Landsnets fjallahjóli og Eldslóðinni trail-hlaupi út af Covid-19, sem að endingu voru svo haldin þessa helgi.
Ég er ótrúlega glöð og þakklát að hafa fengið að taka þátt í þessum 4 skemmtilegu þrautum í frábærum félagsskap fjölskyldu og yndislegra vina. Út af Covid-19 þá var alls ekki sjálfsagt að maður gæti verið með, þar sem maður getur dottið í sóttkví eða einangrun hvenær sem er. Svo þarf maður líka að hafa góða heilsu til að geta tekið þátt og klárað og það er heldur ekki sjálfsagt
Runa Rut Ragnarsdottir vinkona var að klára Járn-víkinginn í dag og er eina konan sem kláraði þá fjórþraut, sem felur í sér lengri vegalengdir í Henglinum, Landsneti MTB og KIA gullhringnum. Ég óska henni innilega til hamingju með þann frábæra árangur, er súper stolt af henni, en við höfum tekið þátt í mörgum skemmtilegum keppnum saman.
Það voru 16 Víkinga sem fóru formlega í Víkingasveitina í dag eftir að hafa klárað Eldslóðina í dag.
Tag: