Reykjavíkurmaraþon 2019

by Halldóra

Tók hvatvísa ákvörðun fyrir tveim dögum að skrá mig í heilt maraþon (50 ára afmælisáskorun) þar sem spáin var góð og ný og spennandi leið í heilu maraþoni. Varð ekki fyrir vonbrigðum, frábært veður, skemmtileg braut, frábær félagsskapur og ég fór þetta bara á gleðinni eins og ég ætlaði mér enda stutt í Ermasundið og HM í þríþraut í Lausanne.

Varð í sæti númer 500 af rúmlega 1100 þatttakendum. 15 sæti af 90 konum í aldursflokki og 97 af 387 konum.


Takk allir sem ég hitti í dag fyrir hvatninguna – þið eruð BEZT 🇮🇸😍🥰#50áraáárinu#Íslandbestíheimi#reykjavikmarathon#ágústproject#500sæti#50kmídag
Skokkaði svo heim eftir maraþonið til að ná nákvæmlega 50 km í dag 😉 
#beatyesterday#hokaoneone

You may also like

Leave a Comment