Marglyttur synda yfir Ermarsund (D2)

by Halldóra

Vöknuðum snemma í morgunmat, þar sem við áttum fund klukkan 10:00 með skipstjórunum í Folkestone þar sem báturinn okkar liggur í fjörunni, enda háfjara.

Við sátum á fundi með þrem ættliðum, Tómas Krabba, Tómasi syni hans og svo syni hans sem á von á sínu fyrsta barni. Fengum hjá þeim allar upplýsingar og vefslóðir á vindaspá, veðurspá og svo flóðatöflu. Það er mikil bræluspá framundan og þeir sögðu mestu líkurnar vera að fara aðfararnótt laugardags eða sunnudag, en spár eru fljótar að breytast svo við máttum heyra í þeim daglega.

Við Sigrún gengum svo um bæinn Folkestone, kíktum í Boots og gítarbúð áður en við fórum heim.

Tókum sundæfingu þegar við komum heim klukkan 16:52 og syntum um 700 metra í 21 mín.


Tókum svo aðra sundæfingu um kvöldið klukkan 21:42, mjög stutta, vorum bara að prófa að synda í myrkri í um 10 mínútur.

Borðuðum svo saman á frábærum Tyrkneskum veitingastað sem heitir ASPENDOS, get 100% mælt með honum.

You may also like

Leave a Comment