Það var yndislegt veður hjá okkur í dag 26. desember, annan dag jóla í Kirkjuhlaupi TKS sem byrjaði úti á Seltjarnarnesi.
Kirkjuhlaupið byrjaði þar sem presturinn í Seltjarnarneskirkju blessaði hlauparana og við sungum saman Bjart er yfir Betlihem.
Síðan var hlaupið og komið við hjá 13 kapellum og/eða kirkjum, alveg yndislegt eins og alltaf.
Svo skemmtilegt að hitta alla hlaupavini sína, hvort sem er úr Breiðablik, Náttúruhlaupunum, Ármanni eða bara hvaða hlaupahópi sem er.
Kirkjuhlaupið er ómissandi hluti af jólunum. Í dag bætti ég við 15 km, þar sem við Elisabet hlupum heiman frá Hafdísi með henni og Melkorku og hlupum svo eftir Kirkjuhlaupið aftur þangað til baka. Svo ég náði 30 km í dag, sem var ágætt þar sem það eru 24 dagar í HK100 2019.