Tók þátt í dag í frábærri Sprettraut 3N í Reykjanesbæ.
Sprettþraut gengur út á að synda 400 metra hjóla 10 km og hlaupa 2,5 km.
Við syntum í innisundlauginni í Vatnaveröld, hjóluðum svo 4 * 2,5 km hringi og hlupum svo einna 2,5 km hring.
Keppnin var ræst í tveim hollum, þar sem um metþátttöku var að ræða.
SUND 00:08.27
Ég synti á braut númer 6 í síðara hollinu. Sundið gekk mjög vel, en við vorum 7 á brautinni.
T1 = 00:01:12
Ég ákvað að fara í peysu yfir þríþrautargallann og var því frekar lengi í T1 eða rúmlega 1 mínútu, sem er ekki góður tími 😉
HJÓL = 00:19:51 (30,23 km á klst)
Hjólið gekk mjög vel, mér leið vel allan tímann og tók fram úr tveim hjólurum á leiðinni.
T2 = 00:01:19
Var aftur allt of lengi á skiptisvæðinu, lenti í vandræðum að komast í skóna, þó ég væri með skóhorn, og fór úr jakkanum, verð að velja þægilegri og einfaldari skó næst, en skó með reimum 😉
HLAUP = 00:11:56 (pace 4,46)
Hlaupið gekk mjög vel, mér leið vel allan tímann og tók fram úr nokkrum á leiðinni. Var samt alltaf undir 180 í púls svo ég hefði örugglega getað hlaupið hraðar, næg orka allan tímann. Enda tók ég góðan endasprett í lokin.
SAMTALS = 00:42:58
Heildartími var 42 mínútur og 58 sek sem er bara ágætis tími held ég, sérstaklega í ljósi þess að ég á klárlega inni rúmlega 1 mínútu samtals í T1 og T2 því ekki hægt að kvarta. Varð í 40 sæti í heildina og í 9 sæti af öllum konum og 5 sæti af konum í aldursflokki 40-49 ára.
ÞRÍKÓ gekk mjög vel í dag og náðum við flestum stigunum þó við hefðum tapað með 14 stigamun fyrir 3SH í heildarstiga-keppninni. Ætlum okkur klárlega að ná þeim á næsta ári.