Hjólaferð með Millu og Krillu ferðum- rætur Heklu

by Halldóra

Dagur 1:Föstudagur 15. ágúst.

Lagt af stað úr Reykjavík um miðjan dag á föstudag á einkabíkum. Hópurinn hittist á hótel Leirubakka, kemur sér fyrir á hóteli og leggur af stað í stuttan hjólatúr um nærumhverfi hótelisins kl.18.00. Kvöldverður og fundur í heitapottinum.​​

Dagur 2: Laugardagur 16. ágúst

Morgunverður, nestisgerð og hjólin gerð klár. Í dag ætlum við að hjóla upp með Ytri Rangá, sjá hvar og hvernig upptökin eiga sér stað áður en haldið er áfram niður með Þjórsá. Á þessari leið er margt að sjá, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, tekið nesti í skóginum í Skarfanesi áður en haldið er áfram niður með ánni. Þegar heim á hótel er komið tekur við grill, heitur pottur og partý. Hjólaðir verða 45 – 50 km hækkun og lækkur óveruleg.​​

Dagur 3: Sunnudagur 17. ágúst

Eftir morgunverð og nestisgerð, tékkum við okkur út af hótelinu og keyrum áleiðis inn á Dómadal eða nánartiltekið í Áfangagil. Þar tökum við hjólin af og hefjum daginn. Hjólað verður skemmtileg og flott leið um slóða Dómadalsleiðar. Við þræðum okkur milli flotta gíga úr Heklugosum fyrri ára, skoðum Valagjá ofl. Túrinn endar svo aftur í Áfangagili þar sem við setjum hjólin á og keyrum áleiðist heim á leið með mögulegu stoppi í góðri sundlaug.

​​​Hjólaðir verða 35 -38 km hækkun og lækkun 300 – 400 m

You may also like

Leave a Comment