Hjóluðum í dag á fjallahjólum um Hengilsvæðið. Keyrðum upp Nesjavallaveginn og lögðum þar á bílastæði við Dyradal.
Hjóluðum stíg inn að Múlaseli, áleiðis þar sem við Óli lögðum sl páska þegar við vorum á utanbrautargönguskíðum á þessu svæði. Inga tók þar rosalega byltu þar sem hún fór kollhnís á hjólinu, en slasaðist sem betur fer ekki. Frambremsu handfangið brotnaði samt, svo hún var bara með afturbremsuna það sem eftir lifði ferðar . EN við sem sagt snérum við þar sem hún hafði dottið og fórum að skála sem er í eigu Orkuveitunnar að Múlaseli, mjög flottur skáli, sem við skoðuðum, fórum inn og borðuðum nesti. Óli borgaði 1000 kr í skálasjóð. Fórum svo Marardals leiðina til baka, sem var mjög krefjandi sérstaklega með þungu rafmagns-fjallahjólin, þar sem klöngrast þarf með þau yfir kletta og hæðir. En falleg leið sem ég hljóp með Náttúruhlaupurum síðastliðið sumar.
Hér má sjá leiðina sem við fórum.