Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er viðtal við Einar Ólafsson gönguskíðameistara sem sagði frá Ljósagöngunni sem var í desember til styrktar Ljósinu, þar sem heitið var á Ljósið og hægt að ganga með þeim Óskari Páli Sveinssyni sem stóðu fyrir göngunni í Bláfjöllum á stysta degi ársins.
Íslandsmet slegin, þó það hafi ekki verið markmiðið
Einar Ólafsson segir frá því í viðtali á baksíðu Moggans í dag að tvö Íslandsmet hafi verið slegin í Ljósagöngunni í desember, þegar hann gekk 202,9 km sem er lengsta samfellda gönguskíðaganga íslensk karlmanns, og að Halldóra Gyða hafi gengið lengst íslenskra kvenna eða 120 km.
Sjá nánar viðtalið hér:
