Ert þú búin að setja þér markmið fyrir 2020?
Ef þú vilt gera eitthvað „EINSTAKT“ og hefur gaman af fjallgöngum og hlaupum, þá er hérna tækifærið. Við ætlum að taka þátt í Everest maraþoninu, 29. maí 2020.
Everest Maraþon ferðin er samstarfsverkefni Náttúruhlaupa (Arctic Running) og Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.
Þetta er 20 daga „einu sinni á ævinni“ ferð og farið verður af stað frá Íslandi 15. maí 2020.
Tenzing Hillary Everest Maraþonið er alþjóðlegur íþróttaviðburður þar sem hlaupið er úr Grunnbúðum Everst, 42 km leið niður í Namche Bazaar, höfuðstað Sjerpana.
Boðið verður upp á 60 km ultra maraþon, 42 km maraþon og 21 km hálfmaraþon. Í ferðinni er gert ráð fyrir góðum tíma til þess að aðlagast hæðinni þegar gengið verður upp í grunnbúðirnar fyrir hlaupið.
Smelltu á linkinn til að fá frekari upplýsingar og skrá þig: