Plan: 70km, hækkun +628 m, lækkun -270 m
RAUN: 67 km og 582 m hækkun
Gistum öll á hótelinu á Mývatni. Svaf reyndar ekki mjög vel þó ég væri á hóteli 🙂 Var alltaf að fara eitthvað að stússast fyrir svefninn, hlaða USB kubba, símann, úrið og nudd-byssuna.
Morgunmaturinn var ágætur, eins og vanalega var ræsting klukkan 08:00 og brottför klukkan 10:00.
Fyrstu 6 km voru á malbiki og svo kom moldarstígur þar sem við lentum í mý-snjókomu sem var rosalegt. Frekar fyndið og eftirminnilegt atvik, því ég segi við Sigrúnu, nei það er farið að rigna, svo sagði ég nei það er farið að snjóa og eftir smá stund fattaði ég að snjókoman var í formi MÝ, frekar ógeðslegt. Hafði ekki rænu á að sækja flugna netið fyrr en í stoppi númer tvö, en það munaði miklu og ég hjólaði með flugnanetið allan daginn 🙂
Við stoppuðum reglulega á leiðinni. Fyrstu 35 km voru mjög þægilegir. Svo komum við að Svartárbotnum, þar stoppuðum við hjá skála, þar sem Sigrún og trússarar heltu uppá kaffi og buðu uppá nýbakað rúgbrauði frá Húsavík með reyktum silungi. Þetta var ofboðslega falleg leið, en svolítið krefjandi.
Eftir hvíldina tók við ennþá meira krefjandi grjót-kafli um 8 km. Það var enginn stígur, Leifur þurfti að nota vörður til að ákveða hvar á grjótinu við ættum að hjóla. Þetta var svona eftir á, mjög góð fjallahjólaæfing 🙂
Eftir þennan kafla áttu að vera bara léttir 18 km, en það var drjúg hækkun og mikill og þungur sandur að hjóla í. En líka fín æfing í að hjóla í sandi 🙂
Þetta var oboðslega fallegur dagur, þar sem við hjóluðum úr fallegum gróðri í vinina og vorum komin næstum upp að jökli, þar sem skálinn í Dyngjufjalldal er staðsettur.
Við tjölduðum öll og sváfum öll úti í tjaldi á sandinum, þó við ættum 12 pláss í skálanum, en það komu 4 Danir sem notuðu sín 4 pláss.
Það var mjög gott að ég ákvað að tjalda því, það höfðu því miður opnast fjórir bjórar og helst aðeins yfir tjaldið, dýnuna og tjaldstólinn minn, en náði að þurrka það með Pampers tuskunum og svo var svo gott og fallegt veður um kvöldið að tjaldið þurrkaðist vel.
Inga og Jói buðu uppá Pasta Bolognese sem þau elduðu í stóru eldhústjaldi. Við vorum búin að borða þegar Danirnir komu svo við buðum þeim uppá kvöldmat. Þau báðu okkur um vatn og við létum þau hafa 10 l belg og þau kláruðu allt vatnið sem við létum þau hafa, þ.e. í uppvaskið. En þau voru bara með þurrmat og ekkert vatn, og á þessum stað, þ.e. í Dyngjufjalladal, er engin vatns-uppspretta, svo það var enginn möguleiki að sækja sér vatn og þau gangandi, svo þau voru heppin að hitta á okkur.
Við höfðum nefnilega tekið auka vatn á alla okkar brúsa í kaffistoppinu því við vissum að það væri ekkert vatn þarna og meirihlutann af morgundeginum.
Rétt fyrir svefninn var svo mikið hópefli þar sem gert var grín að því hvernig ég tjaldað í tjaldinu mínu í sandinum, en það var fínt hópefli fyrir hina 🙂 🙂
Gallery not found.