Skráði mig í Álafosshlaupið 10 mín fyrir lokun skráningar á netinu, fimmtudagskvöldið 11.júní 2020.
Þóra Katrín og Jóda voru að fara og hvöttu til skráningar, átti reyndar að hvíla þennan dag, skv. plani en það er auðvelt að fá mann til að gera eitthvað sem er skemmtilegt.
Það rigndi mikið í dag og á leið uppí Mosó hringdi ég í Siggu vinkonu og hvatti hana til að koma með mér. Það hentaði henni vel, þar sem hún var á leið í golfferð um helgina, svo ég sótt hana og hún skráði sig á staðnum.
Við hlupum 10 km hringinn saman í rigningu og mótvindi á leiðinni uppeftir, en fengum ágætis meðvind til baka. Þetta er falleg leið og var bara virkilega skemmtileg upplifun og hlaup.
Verðlaunaafhendingin var mjög fyndin og nokkur mistök gerð sem hægt var að hlægja að, en verst var hversu kalt það var að bíða, enda maður orðinn blautur og kaldur. Fórum svo í heita pottinn í Varmárlaug og enduðum svo á að borða á nýja veitingastaðnum á Golfvellinum í Mosó, þar sem var mjög góður matur.