Eftir að hafa pakkað tjaldinu niður og skíðað með púlkuna niður í bíl, skiptum við um skíði, þ.e. settum ferðaskíðin (utanbrautargönguskíð) í bílinn og fórum á fjallaskíðin þar sem við ætluðum að toppa Snæfellsjökul í góðra vina hópi.
Vinirnir voru komnir og í um 1000 m hæð settum við alla í 3 línur.
Það var svolítið mikil þoka á leiðinni upp, en svo létti til og við sáum toppana á jöklinum mjög skýrt og að sjálfsögðu spilaði ég og söng: „Top of the World“.
Það var æðislegt að skíða niður, frábært færi og brekkan er bara svo æðisleg alla leið niður í bíl.
Frábær helgi á jöklinum.
Eftir að hafa runnið niður jökulinn með gleðibros á öllu andlitinu, þá var farið í BUBBLUR og BURGER partý á æðislegum stað á Nesinu. Mikil stemning þar í þessum frábæra hóp.