Marglyttur ásamt Forseta Íslands og fjölmörgum sjálfboðaliðum aðstoðuðu Bláa herinn við að hreinsa Mölvíkina í Grindavík í dag.
Hópurinn, um 60 manns, náðu að safna um 2 tonnum af plasti og öðru rusli, eins og kaðlaefni, strappefni, skópörum og ýmsu öðru.
Mikilvægt er að allir Íslendingar, bæði á landi og á sjó, hugsi vel um umhverfið og losi ekki rusl á almannafæri.
Sjá nánari umfjöllun um hreinsunina hjá www.mbl.is