Snæfell er hæsta fjall Íslands utan jökla, en það er í 1.833 m. hæð yfir sjávarmáli. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga á Snæfæll. Hef einu sinni næstum toppað það, en þá var ég á fjallaskíðum í kolbrjáluðu veðri og við urðum frá að hverfa rétt þegar við áttum nokkra metra í toppinn. Þá varð ísöxin mín eftir á fjallinu. En í dag, náðum við að toppa í gullfallegu veðri, reyndar var skýjað þegar toppnum var náð, svo ég mun klárlega fara aftur á toppinn. Annað hvort gangandi eða á fjallaskíðum. Sjá myndir frá ferðinni hér að neðan.
Snæfell toppað
previous post
