#9 Mánudagur 23.08.2021

by Halldóra

Við gistum í bænum Valpelline í gær. Stefán Bragi var búin að undibúa okkur Iðunni undir að þetta væri ekkert sérstakt heldur bara redding, svo þegar við komum á hótelið, þá var herbergið algjör lúxus, risastórt með frábæru baðherbergi. Svaf mjög vel á þessu gistiheimili þó við værum við hliðina á kirkunni sem sló bjöllum á 30 mínútna fresti.

Eftir morgunmat klukkan 08:00 ákváðum við að hendast upp að St. Bernhards skarðinu, sem er á landamærum Ítalíu og Sviss. Aksturinn upp eftir er í gegnum miklar S beygjur og þegar við vorum komin upp í skarðið þá var þar skítakuldi eða um 8°og þoka og rok. Við stoppuðum því ekki lengi, bara rétt kíktum í túristabúð, keypti einn St.Bernhards hund handa Margréti Ingu frænku sem átti afmæli í gær og Iðunn fékk fallega fingurbjörg. Þeir eru með sína eigin bjór Breweri í skarðinu, sjá myndirnar í albúminu hér að neðan.

Við fórum því til baka aftur inn í dalinn og upp í áttina að Ollomont, þar sem við enduðum gönguna í gær. Sáum frá bílastæðinu upp í skarðið sem er virkilega hátt uppi, þ.e. sem við gengum í gær, svo við vorum aftur mjög stolt af okkur.

Gengum uppí skálann Rifugio Letey Champillion og héldum áfram þaðan upp í skarðið í Cal de Champillon þar sem var meiriháttar útsýni að Mt. Blanc, sjá myndir hér að neðan.

Gengum svo niður aftur í skálann og ætluðum að fá okkur að borða, en þá var eldhúsinu lokað klukkan 15, svo það voru samlokur og eplakaka í boði. Við Iðunn hlupum svo áfram niður brekkuna, frá bílastæðinu, en lentum í smá ógöngum þar sem stígarnir eru ekki mikið notaðir og frekar mikið af brenninettlum á leiðinni.

Héldum svo eftir gönguna til Chamonix þar sem við hittum vini okkar og íbúðafélaga, þá Sigga, Börk, Guðmund Smára og Bigga.

Fórum með þeim út að borða á uppáhalds anda veitingastaðinn hennar Bibbu og líka uppáhalds staður hjá Berki, sem fékk sér pasta en hann er að leggja í hann í TDS á morgun. Ég fékk mér bara Cesar salat, svo öndin bíður betri tíma. Gleymdi alveg að taka mynd af okkur á þessum veitingastað með hópnum, en alltaf yndislegt að vera komin til Chamonix.

Hér eru smá upplýsingar um St.Bernard hundinn og skarðið.

Saint Bernard hundurinn. Frá fornu fari er hann þekktur sem björgunaraðili. Hann erfði gríðarlegan vöxt sinn frá forfeðrum sínum, í bláæðum þeirra streymdi blóð tíbetkrafta og Stóra Dana. Ræktin fékk nafn sitt til heiðurs klaustrinu í St Bernard sem er staðsett í svissnesku Ölpunum. Sagan segir að á elleftu öld hafi munkur Bernard skapað athvarf fyrir þreytta ferðamenn.

Skarðið Great Saint – Bernard, er í um 2472 metra hæð. Vegna mikils vinds, hættu á snjóflóðum, bröttum klettum og krossgötum er þetta mjög erfitt og hættulegt svæði fyrir ferðalanga. Í klaustrinu voru hundar með þykka húð og þykkan feld sem verndaði þá fyrir snjó og frosti. Þeir voru frægir fyrir óvenju gott þefskyn til að finna fólk sem lenti í snjóflóði.

Frægastur var St. Bernard sem kallaður var „Barry“, hann bjargað lífi 40 manns í snjónum. Einu sinni fann hann lítinn dreng í snjónum og bar hann fimm kílómetra til klaustursins. 15. mars 1884 var svissneski St. Bernard klúbbur stofnaður í Basel. 2. júní 1887 var Saint Bernard opinberlega viðurkenndur sem svissneskt kyn, og staðalinn var úrskurðaður lögboðinn. Ítarleg ræktun hreinræktaðs kyns hófst í lok tuttugustu aldar.


You may also like

Leave a Comment