Var búin að bóka okkur Óla í ferð með Haraldi og Fjallafélaginu á stálkanta gönguskíðum á Geitlandsjökul. Út af Covid-19 og hertum sóttvarnaraðgerðum þá ákvað Haraldur að hætta við ferðina. Við ákváðum hins vegar að fara með Helgu Maríu vinkonu sem er vanur jöklaleiðsögumaður og fórum bara tvö og tvö í bíl til að tryggja sóttvarnir.

Veðrið var algjörlega magnað og þetta var ógleymanlegur dagur. Það var samt mjög erfitt að renna sér niður á gönguskíðunum (með hælinn lausan) í þessum nýfallna snjó og eftir á hefðum við frekar viljað vera á fjallaskíðunum, það hefði verið algjörlega magnað í þessum frábæra snjó 🙂
En frábær ferð í frábærum félagsskap, þar sem allt öryggi, bæði línur sem og sóttvörnum var fylgt.
