Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
Monthly Archives

ágúst 2025

Daglegt líf

Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun

by Halldóra ágúst 7, 2025

Við Óli keyrðum eftir að hafa toppað Herðubreið beint inní Dreka þar sem við tjölduðum topptjaldinu okkar. Gengum svo daginn eftir inní Drekagil og keyrðum að Öskju. Þar fengum við frábæra leiðsögn hjá Landverðinum henni Tótu um Öskju, Öskjuvatn og Víti. Algjörlega frábær kynning. Tókum mikið af flottum myndum sem eru hér að neðan.

DREKAGIL OG DREKI
Drekagil er djúpt og hrífandi gil í austurhluta Dyngjufjalla, í öræfalandslagi norðan Vatnajökuls. Gilið dregur nafn sitt af forvitnilegum klettamyndunum sem minna á höfuð og háls dreka, og þykir það eitt af einkennum svæðisins. Gilið hefur myndast við rof og jarðfræðilega virkni í gegnum tíðina og er dæmigert fyrir hrjúft og tært landslag hálendisins.

Innst í Drekagili er skáli Ferðafélags Akureyrar, sem nefnist Dreki. Hann var reistur árið 2004 í stað eldri skála sem stóð þar frá 1968. Dreki þjónar sem aðalupphafspunktur ferða inn að Öskju og er mikilvægur viðkomustaður fyrir ferðalanga sem leggja leið sína um Dyngjufjöll og Ódáðahraun. Þar er að finna tjaldsvæði, aðstöðu fyrir ferðamenn, og þjónustu á sumrin, svo sem salerni og upplýsingamiðlun.

ASKJA
Askja er megineldstöð í Ódáðahrauni, norðan Vatnajökuls, umlukin Dyngjufjöllum. Í austurhluta fjallanna er op sem kallast Öskjuop og gefur eldstöðinni nafn sitt.

Stórt sprengigos hófst í Öskju 29. mars 1875. Gosið, sem kallað er Öskjugosið 1875 eða Dyngjufjallagos, olli miklu öskufalli, einkum á Austurlandi. Áhrif gossins voru slík að margir fluttu af svæðinu og leituðu nýrra heimkynna í Vesturheimi. Eftir gosið seig landið verulega og myndaði öskju sem fylltist af vatni – Öskjuvatn. Á norðurbakka vatnsins myndaðist sprengigígurinn Víti. Talið er að hluti öskunnar í gosinu hafi komið upp þar.

Í tengslum við Öskjugosið varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum. Þá rann hraunið sem kallað er Nýjahraun. Síðasta eldgos í Öskju varð árið 1961.

ÖSKJUVATN
Öskjuvatn er næstdýpsta stöðuvatn Íslands, staðsett í Dyngjufjöllum, innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Það myndaðist í kjölfar Öskjugossins 1875 þegar land seig og myndaði djúpa öskju sem fylltist af vatni. Vatnið er um 11 km² að flatarmáli og náði lengi vel mestri dýpt meðal íslenskra vatna – allt að 220 metrum. Hins vegar hafa nýjustu mælingar sýnt að Jökulsárlón er nú dýpsta vatn landsins, um 280 m á dýpt.

VÍTI
Víti er sprengigígur sem myndaðist í norðurhluta Öskju í kjölfar gossins 1875. Gígurinn er um 150 metrar í þvermál og inniheldur volgt, bláleitt vatn sem stundum er baðað í. Hitinn í vatninu er mismunandi eftir árstíðum og eldvirkni í nágrenni. Víti er vinsæll viðkomustaður ferðamanna vegna sérkennilegs litar og myndrænna landslagsforma í kringum gíginn.

HOLUHRAUN
Holuhraun er nýlegt hraunsvæði norðan Dyngjufjalla, milli Bárðarbungu og Öskju. Þar varð mikið eldgos frá 29. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015. Gosið var stærsta hraungos á Íslandi frá því í Skaftáreldum árið 1783–84 og skapaði um 85 ferkílómetra stórt hraun. Gosið kom upp í sprungukerfi tengdu Bárðarbungu og olli einnig jarðskjálftum og landbreytingum á svæðinu. Hraunið úr Holuhrauni er dæmigert basalthraun og minnir í útliti á hraun úr fyrri gosum í svæðinu.

ágúst 7, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallgöngur

Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað

by Halldóra ágúst 6, 2025

Herðubreið er 1686 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002.

Fyrst var gengið á Herðubreið með vissu árið 1908 en fram að því hafði hún verið talin ógeng. Það gerðu Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn Dr. Hans Reck í ágúst það ár nánar tiltekið 13. ágúst 1908. Þann 21. apríl 2009, 101 ári seinna, fór Björn Böðvarsson vélsleðakappi úr Mývatnssveit á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna, er hann náði toppnum á vélsleða sínum.

fds

ágúst 6, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Herðubreiðalindir

by Halldóra ágúst 5, 2025

Herðubreiðarlindir eru gróðurvin og lindasvæði í Ódáðahrauni innan Vatnajökulsþjóðgarðar. Svæðið var friðlýst 1974. Herðubreið rís við himinn 4-5 km suðvestan við lindirnar. Svæðið er að mestu þakið hraunum. Aðalhraunið er komið frá Flötudyngju og er tiltölulega ungt. Gígur hennar er vestan við Herðubreið og hraunið umkringir fjallið. Lindirnar streyma fram í lækjum og tjörnum í hrauninu og sameinast í á sem nefnist Lindaá. Hún rennur meðfram hárri hraunbrún til norðurs og fellur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Í Herðubreiðarlindum er Þorsteinsskáli, hús ferðafélags Akureyrar.

Víða í og við Herðubreiðarlindir eru minjar hamfarahlaupa í Jökulsá en það eru gífurleg flóð sem hafa komið úr Kverkfjöllum hugsanlega í tengslum við eldsumbrot. Talið er að Fjalla-Eyvindur hafi hafst við í Herðubreiðarlindum um tíma. Eyvindarkofi er um 100 m norðvestur af Þorsteinsskála. Hann er hlaðinn yfir lind og er gerður úr hraunhellum meðfram hraunkambi og með hraunhellum í þaki.

ágúst 5, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Fjalladýrð Möðrudal

by Halldóra ágúst 4, 2025

CjYKMlNuYXBjaGF0LzEzLjU1LjAuNTQgKGlQaG9uZTE2LDI7IGlPUyAxOC42LjE7IGd6aXApIAI=

ágúst 4, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail

Nýlegar færslur

  • Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun
  • Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað
  • Herðubreiðalindir
  • Fjalladýrð Möðrudal
  • Kerlingarfjöll Ultra 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • ágúst 2025
  • júlí 2025
  • júní 2025
  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Drekagil, Askja, Öskjuvatn, Víti og Holurhraun

    ágúst 7, 2025
  • Herðubreið – Drottningin – Þjóðarfjall Íslendinga toppað

    ágúst 6, 2025
  • Herðubreiðalindir

    ágúst 5, 2025
  • Fjalladýrð Möðrudal

    ágúst 4, 2025
  • Kerlingarfjöll Ultra 2025

    júlí 29, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

WP Strava ERROR 401 Unauthorized - See full error by adding
define( 'WPSTRAVA_DEBUG', true );
to wp-config.php
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top