Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Viðtal við Hilmar í Fjallakofanum

      júlí 24, 2025

      Daglegt líf

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Viðtal við Hilmar í Fjallakofanum

      júlí 24, 2025

      Daglegt líf

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

      júlí 19, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Monthly Archives

júní 2025

Keppnis

Hjólaferð með Bændaferðum við Gardavatnið

by Halldóra júní 11, 2025

Var svo lánsöm að fá að vera fararstjóri með frábærum hópi farþega til Ítalíu, þar sem hjólað var um Gardavatnið.

Við gistum í bæ sem heitir Garda og er austan megin við vatnið og við hjóluðum um hæðirnar fyrir ofan vatnið, í gegnum bæina fyrir sunnan vatnið og fórum í vínsmökkun vestan við vatnið.

Hópurinn var eins og að framan greinir, algjörlega frábær og svo var auðvitað bónus að mamma ákvað að fara með sem farþegi, sem var líka virkilega skemmtilegt.

Hér er smá ferðasaga og myndir úr ferðinni:

Dagur 1: Ferðadagur
Við flugum frá Keflavík til Mílanó og ókum svo með rútu til bæjarins Garda sem er austan megin við vatnið. Aksturinn tók um 2,5 klst og við vorum komin rétt fyrir kvöldmat á staðartíma. Tókum kvöldfund með „local“ fararstjóranum okkar honum Fulvio, til að fara yfir hjólaleið morgundagsins og næstu daga.

Dagur 2: Hjóladagur 1
Á fyrstia hjóladeginum var hjólað við Mincino ánna og um héruðin sunnan við Gardavatn. Við fórum með rútu að sækja hjólin okkar í bæinn Pexchiera Del Garda, þaðan sem hjóladagurinn byrjaði. Samkvæmt upphaflegu plani átti fyrstu hjóladagur að vera 45 km, en Fulvio hafði planað 60 km hring. Ég bauð því hópnum uppá annan valmöguleika, það er að snúa við eftir um 16 km og hjóla með mér til baka í hjólaleiguna og taka þaðan rútu eða leigubíl heim.

Við vorum fjögur sem fóru þá leið en restin fór allan hringinn. Eftir að ég var komin til baka í hjólaleiguna með þá sem vildu styttri dagleið fyrsta daginn, þá hjólaði ég á móti hópnum og náði kaffi með þeim og að fylgja þeim til baka að hjólaleigunni, þar sem rúta sótti okkur og hjólin.

Dagur 3: Hjóladagur 2 – hjólað til Veróna
Á öðrum hjóladegi byrjuðum við hjóladaginn við hótelið okkar og hjóluðum yfir fjöllin til Veróna. Þetta var mjög falleg leið og margt fallegt að sjá á leiðinni. Við hjóluðum bæði á möl og malbiki og mættum mikið af hjóluðum á „racer-hjólum“ sem voru að hjóla meðfram ánni á frábærum hjólastíg.
Verona er elsta borg Norður-Ítalíu og við fórum í skoðunarferð um borgina með innlendum leiðsögumanni. Veróna er borg menningar og lista en frægust er hún sem sögusvið leikrits Shakespeare um Rómeó og Júlíu. Þar er þriðja stærsta hringleikahúsi veraldar og allur miðbærinn er skráður á heimsminjaskrá UNESCO.

Dagur 4: Hjóluðum um vínekrurnar við Bardolino
Við byrjuðum aftur hjólatúrinn á hótelinu og fórum upp í fjöllin. Fyrst skoðuðum við fallegan minningarreit um þýska hermenn sem létust í stríðinu. Þýskaland heldur þessum fallega garði og minningarreit við. Hjóluðum svo um vínekrurnar sem umlykja Gardavatnið og Bardolino. Fengum svo guðdómlegt útsýni yfir vatnið og hjóluðum í gegnum tvo fallega strandbæi á leið okkar til baka, Lazise þar sem við borðuðum hádegismat og Bardolino þar sem við fengum okkur kaffi eða ís. En þar sem það var sunnudagur og mjög gott veður, þá var mikið af fólki á göngustígnum og gekk hægt að þræða þá til baka. En guðdómlegt útsýni yfir vatnið og gaman að upplifa mannlífið í þessum fallegu bæjum.

Ég gat í hjólaferðinni, keypt nokkrar flöskur af „local“ léttvíni, en ég var búin að kaupa í matvörubúðinni óáfengan bjór, sódavatn og líka ólífur, snakk og plastglös.

Þar sem það var frídagur á morgun, þá héldum við smá partý, allur hópurinn og við fengum leyfi til að hafa það í lok dags á leikvellinum fyrir neðan sundlaugina, enda öll börnin farin að borða. Þetta var yndisleg stund og gaman að skála fyrir frábærum ferðafélögum og við eignuðumst góðan ítalskan vin, sem hafði verið að slá bolta á golfvellinum. Hann hélt það væri afmælisveisla og söng mikið og upphátt fyrir okkur, þannig að hundinum hans leist ekkert á. Við tökum æðislegar myndir, af öllum á þessum fallega stað með birtu kvöldsólar í fanginu.

Dagur 5:Frídagur – siglt á Gardavatninu
Dagur 5 var frídagur og við mamma fengum að slást í för með norðlensufjórmenningum sem ætluðu að leigja sér bát og sigla á Gardavatninu. Ég var búin að sjá svona bátaleigu í Lazise og komst að því að fólk sigldi bátnum sjálft, þurfti engin réttindi til þess. Það var samt mikið öryggi að vera í fylgd tveggja skipstjóra og ég fékk meira að segja að stýra bátnum sjálf.
Yndislegt að upplifa það að sigla á vatninu, þó við færum hvergi í land.

Dagur 6: Rigning og þrumur, rútuferð til Sirmione og í vínsmökkun
Á degi sex vaknaði ég upp með andfælum þar sem fararstjórinn (local) hringdi í mig og sagði mér að það væri breytt veðurspá, úrhellisrigning, þrumur og eldingar og hann mælti alls ekki með því að við myndum hjóla í dag. Samkvæmt plani áttum við að taka rútu til Sirmione, sem er mjög frægur og fallegur bær við suðurhluta vatnsins og hjóla þaðan til Calvagese þar sem er vínsmökkun.
Vegna veðurs, þá spurði ég í þessu símtali ég var vakinn upp með, hvort við gætum ekki fengið rútuna til að skutla okkur til Sirmione og svo þaðan í vínsmökkunina og heim, þar sem rútan átti hvort eð er að sækja okkur. Sem betur fer var þessu reddað svona, svo ég þurfti að ná á alla farþega og láta vita, að við brottfær væri seinkað aðeins og að vegna veðurs, þá færum við bara í rútuferð til Sirmione og með rútu til og frá Calvagese.
Bærinn Sirmione stóð alveg undir væntingum. Þar fékk ég einn besta ísinn sem ég fékk í ferðinni og bæði sagan og menningin og þessi fallegi bær er algjörlega stórkostlegur. Mæli 100% með ferð þangað ef þú ert á leið til Garda.
Vínsmökkunin var líka mjög áhugaverð og skemmtileg og við fengum mjög góðar veitingar, brauð og gott pestó og æðislega olíu og salt. Að sjálfsögðu keyptum við okkur þarna beint af býli, olíur og einhverjir áfengi.

Dagur 7: Hjólað um Valpolicella hæðirnar
Á síðasta hjóladeginum okkar hjóluðum við um frægu Valpolicella hæðirnar. Við tókum rútu með hjólin til San Pietro í Cariano og hjóluðum þaðan um hæðirnar. Við skoðuðum tvær algjörlega magnaðar kirkjur, önnur er byggð inní klettunum.
Við fengum svo síðbúin hádegismat í bænum xxx, ofboðslega gott ítalskt hlaðborð, pizzur, hráskinka, brauð og fleira góðmeti, sem var virkilega gott og skemmtilegt að smakka.
Áður en við héldum niður síðustu brekkuna, varð ég að spila fyrir hópinn „Top of the World“ með Carpenters, sem ég spila oftast þegar ég kem á toppinn á einhverju fjallinu. Algjörlega við hæfi að spila þetta núna, þar sem þetta var síðasti hjóladagurinn okkar og heimferðardagur á morgun.
Við fórum svo með rútu til baka frá xxx á hótelið. Þar kvöddum við fararstjórann okkar, hann Fulvio Trentini og færðum honum þjórfé sem ég var búin að safna saman og við gáfum honum líka litla Lunda fígúru. Fulvio var mjög þakklátur og sagðist vera mjög hrifinn af íslenska fánanaum sem ég var alltaf með aftast í bakpokanum mínum svo ég ákvað að gefa honum hann líka.

Gallery not found.

Dagur 8: Heimferðardagur
Við fórum með rútu frá Garda sem við kvöddum eftir yndislega viku til Mílanó flugvallarins. Þægileg og ekki of löng rútuferð, þar sem við t.d. ókum fram hjá borginn Monsa sem er fræg fyrir að halda F1 kappaksturskeppni.

ÞAKKIR
Ferðafélagar mínir í þessari ferð voru algjörlega einstakir. Það var auðvitað mjög gaman að fá fjórmenningana sem voru með mér í hjólaferðinni í fyrra að koma aftur. En ALLUR hópurinn, var svo yndislegur, umhyggjusamur, skemmtilegur og þægilegur í alla staði. Ég gæti ekki hugsað mér betri ferðafélaga. TAKK TAKK og aftur takk öll sömul.
Það var einnig yndislegt að hafa mömmu með, við höfum ferðast mjög víða saman og þægilegri herbergisfélaga er ekki hægt að finna. Takk elsku mamma fyrir að koma með, það var svo yndislegt að hafa þig með í ferðinni.
Að lokum langar mig að þakka Bændaferðum fyrir að treysta mér til að vera fararstjóri í þessari ferð sem og öðrum, það er ekki sjálfsagt og kann ég ykkur bestu þakkir fyrir.

Gallery not found.
júní 11, 2025 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail

Nýlegar færslur

  • Viðtal við Hilmar í Fjallakofanum
  • LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025
  • Hjólaferð með Bændaferðum við Gardavatnið
  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • júlí 2025
  • júní 2025
  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Viðtal við Hilmar í Fjallakofanum

    júlí 24, 2025
  • LAUGAVEGSHLAUPIÐ 2025

    júlí 19, 2025
  • Hjólaferð með Bændaferðum við Gardavatnið

    júní 11, 2025
  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina

    maí 14, 2025
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur Coach Birgir - Æfing 2
    On júlí 24, 2025 8:11 e.h. during 00:31:55 hours burning 195 calories.
  • Sumar upplifunaræfing með Þóru Bríet - frábær hópur og yndislegt spjall við hlaupafélagana 😍🤩
    On júlí 24, 2025 5:24 e.h. went 8,16 km during 01:14:17 hours climbing 161,00 meters burning 576 calories.
  • Styrkur Coach Birgir 🤩
    On júlí 23, 2025 6:07 e.h. during 00:48:00 hours burning 315 calories.
  • Fálkaklettur Via Ferrata .. æðisleg upplifun - fyrsta skipti <3
    On júlí 23, 2025 10:11 f.h. went 3,46 km during 01:06:39 hours climbing 248,20 meters burning 756 calories.
  • Frábær sumar gæðaæfing hjá Þóru - alltaf gleði og gaman 🤩
    On júlí 22, 2025 5:32 e.h. went 7,01 km during 00:54:22 hours climbing 94,00 meters burning 481 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top