Er skráð í meistarahóp Einars Óla frá og með áramótum.
Hann tók upp hjá mér, vangang, ýtingar og tvíspark og fékk ég góðar ábendingar sem ég tók upp og deili með ykkur hér að neðan.
Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er viðtal við Einar Ólafsson gönguskíðameistara sem sagði frá Ljósagöngunni sem var í desember til styrktar Ljósinu, þar sem heitið var á Ljósið og hægt að ganga með þeim Óskari Páli Sveinssyni sem stóðu fyrir göngunni í Bláfjöllum á stysta degi ársins.
Íslandsmet slegin, þó það hafi ekki verið markmiðið
Einar Ólafsson segir frá því í viðtali á baksíðu Moggans í dag að tvö Íslandsmet hafi verið slegin í Ljósagöngunni í desember, þegar hann gekk 202,9 km sem er lengsta samfellda gönguskíðaganga íslensk karlmanns, og að Halldóra Gyða hafi gengið lengst íslenskra kvenna eða 120 km.
Sjá nánar viðtalið hér: