UM

by Halldóra

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé er Garðbæingur í húð og hár, gift og á eitt barn. Hún starfar hjá Kynnisferðum (Reykjavík Excursions) og á fjölmörg áhugamál, eins og sést á þessari heimasíðu.

Hún elskar fjallahlaup og er algjör fjallageit. Hún er einn af þjálfurum Náttúruhlaupa og æfir þríþraut með Þríkó Þríþrautarfélagi Kópavogs (Breiðabliks).

Halldóra er formaður Þríþrautarsambands Íslands og er Dale Carnegie þjálfari.

Hún er auk þess félagi í Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ.

Halldóra gekk í Hofsstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla í Garðabæ. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands nú Háskólans í Reykjavík. Húsmóðirin er með tvær M.sc. gráður í Stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og í Fjármálum fyrirtækja frá HR.

Hún starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hinum ýmsum deildum frá 1990-1998, þá var hún gæða- og kynningastjóri hjá Íslenskum sjávarafurðum í 1 1/2 ár. Hún var markaðsstjóri hjá Opnum kerfum frá 2000-2006 og framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa frá 2006-2008. Halldóra var útibússstjóri hjá Íslandsbanka í Garðabæ frá 1. apríl 2008 til desember 2016.  Hún varð rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða í mars 2017.

Halldóra var í stjórn Ölgerðarinnar frá 2008-2010. Hún var í skólanefnd FG og skólanefnd grunnskóla Garðabæjar í 8 ár.

Nafn: Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
Fæðingardagur: 20. júní 1969
Húsfaðirinn: Óli Svavar Hallgrímsson
Erfinginn: Kristófer Björn Ólason Proppé
Fósturbörn (Brasilískir skiptinemar): Diogo Inamura og Caio Fiche
Besti vinur fjsk: Labradorhundurinn Valshamars Von
Heima: Víðiás 8 í Garðabæ
Starf: Útibússtjóri Íslandsbanka Garðabæ

Nokkrar gamlar og góðar myndir og myndaalbúm:

Kristófer ferming:
Gamlar fjölskyldumyndir:
Víðiás í byggingu:

n848489557_649319_8661n848489557_1672977_6677427