ÁRANGUR

by Halldóra

MARKMIÐ 2018
Að klára Vasaloppet, þ.e. ná að komast í mark þessa 90 km án þess að vera stoppuð.

 

MARKMIÐ 2017

 

MARKMIÐ 2016
Að klára Vasaloppet, þ.e. ná að komast í mark þessa 90 km án þess að vera stoppuð.
Kláraði á 10 klst 7 mín 28 sek – 1105 sæti kvk – 11.252 allra af 15.800 – 1100 sem klára ekki.

Að klára Vatterrundan 300 km með gleðina að leiðarljósi, engin tímatakmörk sett.
Kláraði á 13 klst 2 mín – engar upplýsingar um sæti eru gefnar.

Að klára Lavaredo hlaupið 118 km með gleðina að leiðarljósi og innan tímamarka.
Kláraði á 26 klst 53 mín og 11 sek – 87 sæti kvk – 762 allra þátttakenda 975 sem klára af 1500.

Klára Svenska Klassikerin – fjórþraut í Svíþjóð 2016 (Vasaloppet/Vätternrundan/Vansbrosimningen/Lidingoloppet)
Kláraði Vansbrosimningen á 00:53:49 sem er langt umfram væntingar.

Að ná lágmarki fyrir Boston maraþonið 2017, einhvers staðar á árinu.

Er komin inn í TDS í Mt.Blanc lok ágúst, ætla ekki að taka þátt.

Í fyrsta skipti síðan í byrjun árs 2012 er ekki búið að skrá neina Ironman keppni á árinu?

ÁRIÐ 2015
SEVILLA MARAÞON 22. FEBRÚAR 2015 = 3:50 sem er 5 mín undir Boston lágmarki.

*Kláraði Sevilla maraþonið þann 22. febrúar 2015 á 04.01.50 (staðfestur flögutími) – PB tími, sjá keppnissögu hér:

MT. ESJA XI 20. JÚNÍ 77 km – 6600 m hækkun = Markmiðið að klára og hafa gaman af því.  Kláraði Mt. Esja Ultra á 17 klst fyrst kvenna að fara 11 Esjur – sjá keppnissögu hér:

UltraTrail du Mont Blanc CCC 28 ÁGÚST 101 km 6100 m.hækkun = Fyrsta markmið að komast í keppni og annað að klára með gleði. Kláraði á rétt innan við 25 klst, sjá keppnissöguna hér:

IRONMAN FLORIDA 7. NÓVEMBER = Markmiðið að klára, hafa gaman af því og bæta eigin tíma. Kláraði og hafði gaman af því, bætti ekki eigin tíma, en náði í fyrsta skipti í topp 10% í aldursflokki. Sjá keppnissögu hér:

ÁRIÐ 2014
Hér að neðan eru niðurstöður úr þeim mótum í þríþraut, hjólreiðum og hlaupum sem fyrirmyndarhúsmóðirin tók þátt í á árinu 2014.

Stóra markmiðið í þríþraut á árinu var IRONMAN i KALMAR í Svíþjóð sem haldið var 16. ágúst sl. Fyrirmyndarhúsmóðirin skráði sig í þessa keppni eftir hjólaslysið sem hún varð fyrir í ágúst 2013.  Hún gat því ekki hafið æfingar fyrir þennan járnmann fyrr en í upphafi árs 2014.  Handleggsbrotið á gönguskíðunum í febrúar tafði svo aðeins meira fyrir því að æfingar hæfust að ráði, svo markmiðið í Kalmar var alltaf númer eitt að klára og númer tvö að hafa gaman af bæði æfingunum og keppninni.

Árangurinn í IM KALMAR fór því fram úr björtustu vonum fyrirmyndarhúsmóðurinnar, en hún kláraði á 11 klst 44 mín og 11 sek. sem var 10 mín betri tími en í IM FRANKFURT árið 2013 og náði 8 sæti í aldursflokki. Sjá nánar um IM KALMAR hér:

IM KALMAR 2014 RESULT

Viku eftir IM Kalmar tók fyrirmyndarhúsmóðirin þátt í 1/2 Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og var mjög nálægt að ná PB. Tveim vikum eftir IM hljóp hún svo 7 tindahlaupið í Mosfellsbæ sem er 40 km fjallahlaup sem hún hljóp á rétt rúmum 6 klst. Eftir það fjallahlaup hófst leitin að fjallahlaupi þar sem hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi. Að fá 3 punkta til að skrá sig í Mont Blanc fjallahlaupið 2015 og að komast í 100 km klúbbinn.

Trail Sierra de las Nieves, var því stóra hlaupamarkmið ársins, 102 km fjallahlaup 8. nóvember sem fyrirmyndarhúsmóðirin kláraði á 14 klst 11 mín og 14 sek.  Upphaflegt markmið var að klára hlaupið innan tímamarka þ.e. á 24 klst. Fyrirmyndarhúsmóðirin varð í 2-3 sæti, en hún hljóp seinni 50 km hlaupsins með norskri vinkonu sinni, sjá nánar um hlaupið hér:

Stóra hjólreiðakeppni ársins var Jökulmílan sem er 100 mílna eða 162 km hjólreiðakeppni þar sem hjólað er hringinn í kringum strandlengju Snæfellsness frá Grundarfirði.  Þessi hjólreiðakeppni gekk mjög vel og kláraði húsmóðirin hana á 5 klst og 54 mín og var 7 konan í mark og í 3 sæti í aldursflokki og 47 af 87 keppendum. Markmiðið með þátttöku var að komast af stað í hjólreiðaæfingum eftir slysin og að klára keppnina og hafa gaman af henni. Sjá nánar um hjólreiðakeppnina Jökulmíluna hér:

ÞRÍÞRAUTARKEPPNIR 2014
Tri5

 

HLAUP 2014

hlaup 4

 

 

HJÓLAMÓT 2014

HJOL 2

 

 

 

 

 

—————————————————————————————-

ÁRIÐ 2013

Mesta áskorunin árið 2013, var Ironman Europe keppnin sem haldin var í Frankfurt 07.07.2013 (sund 3,8 km, hjól 180 km, hlaup 42,2 km).  Fyrirmyndarhúsmóðirin kláraði þennan Ironman á tímanum 11.54.40 sem var bæting um 1 klst og 30 mín frá því í lok nóvember árið áður í Mexíkó. Hún var mjög ánægð með árangurinn þar sem aðstæður voru frekar erfiðar, hitabylgja í Þýskalandi.

IM FRANKFURT

SUND
1:13:50
T1
0:05:17
HJÓL
06:04:53
T2
0:02:57
HLAUP
04:27:43
SUM:
11:54:40

IMFrankfurt2013

Annað markmið á árinu 2013, var að ljúka Landvættinum, en landvætturinn er fjórþraut, hver í sínum landshlutanum. Fossavatnsskíðagangan á Ísafirði (50 km), Bláalónsþrautin á suðurlandi (60 km), Jökulsárhlaupið á norðurlandi (32,7 km) og Urriðavatnssundið á austurlandi (2,5 km).

Fyrirmyndarhúsmóðirin er Landvættur #8, frekari upplýsingar um Landvættinn er að finna hér:

SKÍÐI
04:15:06
HJÓL
02:51:12
SUND
0:51:25
HLAUP
03:20:51
SUM:
11:18:34

1266332_10151940556974558_428358417_o

Þriðja stóra markmiðið árið 2013 var að hjóla Jakobsstíginn. Stígurinn var hjólaður á 9 dögum í júlí 2013, sjá nánari upplýsingar um ferðina hér:

Önnur mót 2013:

Kópavogssprettþraut Þríkó 12.05.2013 – 3 sæti kvenna 40 ára og eldri:

SUND
7:25
T1
1:01
HJÓL
20:45
T2
1:05
HLAUP
17:21
SUM:
47:38

1/2 ÓL þríþraut í Hafnarfirði 16.06.2013 – 3 sæti kvenna 40 ára og eldri:

SUND
13:41
T1
0:55
HJÓL
37:11
T2
0:46
HLAUP
23:04
SUM:
1:15:40

CUBE PROLOGUE 7,2 km 
06.05.2013 = 00:11:03
22.05.2013 = 00:12:39
19.06.2013 = 00:08:49

KRÍSUVÍK TT   20 km 
08:05.2013 = 00:36:29

LIÐATÍMAKEPPNI 20 km 
05.06.2013 = 00:35:27

ÁRIÐ 2012
Hér er tíminn í Ironman Cozumel, eftir flokkum.

IMCozumel

Hér er tíminn í öðrum þríþrautarmótum sem húsmóðirin tók þátt í  á árinu 2012.

Kópavogs-sprett-þraut Compress-ionsport 3SH Hálfur Járnkarl 3SH Ólympísk þríþraut Laugum
Dags.

12.5.2012

3.6.2012

22.7.2012

12.8.2012

Sund

00:09:03

00:16:48

00:43:15

00:31:52

T1

00:03:27

00:01:09

00:01:27

00:00:35

Hjól

00:24:04

00:40:09

03:34:39

01:17:07

T2

00:01:17

00:00:00

00:02:28

00:01:26

Hlaup

00:14:42

00:24:06

02:08:28

00:56:43

Samtals:

00:54:33

01:22:12

06:30:17

02:47:43

Sæti í aldursfl 7. sæti 5. sæti 4. sæti 2. sæti
Aths. Fékk 2 mín í víti. 750/20/5 1900/90/21 1500/40/10