ÁRIÐ 2014
Hér að neðan eru niðurstöður úr þeim mótum í þríþraut, hjólreiðum og hlaupum sem fyrirmyndarhúsmóðirin tók þátt í á árinu 2014.
Stóra markmiðið í þríþraut á árinu var IRONMAN i KALMAR í Svíþjóð sem haldið var 16. ágúst sl. Fyrirmyndarhúsmóðirin skráði sig í þessa keppni eftir hjólaslysið sem hún varð fyrir í ágúst 2013. Hún gat því ekki hafið æfingar fyrir þennan járnmann fyrr en í upphafi árs 2014. Handleggsbrotið á gönguskíðunum í febrúar tafði svo aðeins meira fyrir því að æfingar hæfust að ráði, svo markmiðið í Kalmar var alltaf númer eitt að klára og númer tvö að hafa gaman af bæði æfingunum og keppninni.
Árangurinn í IM KALMAR fór því fram úr björtustu vonum fyrirmyndarhúsmóðurinnar, en hún kláraði á 11 klst 44 mín og 11 sek. sem var 10 mín betri tími en í IM FRANKFURT árið 2013 og náði 8 sæti í aldursflokki. Sjá nánar um IM KALMAR hér:
Viku eftir IM Kalmar tók fyrirmyndarhúsmóðirin þátt í 1/2 Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og var mjög nálægt að ná PB. Tveim vikum eftir IM hljóp hún svo 7 tindahlaupið í Mosfellsbæ sem er 40 km fjallahlaup sem hún hljóp á rétt rúmum 6 klst. Eftir það fjallahlaup hófst leitin að fjallahlaupi þar sem hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi. Að fá 3 punkta til að skrá sig í Mont Blanc fjallahlaupið 2015 og að komast í 100 km klúbbinn.
Trail Sierra de las Nieves, var því stóra hlaupamarkmið ársins, 102 km fjallahlaup 8. nóvember sem fyrirmyndarhúsmóðirin kláraði á 14 klst 11 mín og 14 sek. Upphaflegt markmið var að klára hlaupið innan tímamarka þ.e. á 24 klst. Fyrirmyndarhúsmóðirin varð í 2-3 sæti, en hún hljóp seinni 50 km hlaupsins með norskri vinkonu sinni, sjá nánar um hlaupið hér:
Stóra hjólreiðakeppni ársins var Jökulmílan sem er 100 mílna eða 162 km hjólreiðakeppni þar sem hjólað er hringinn í kringum strandlengju Snæfellsness frá Grundarfirði. Þessi hjólreiðakeppni gekk mjög vel og kláraði húsmóðirin hana á 5 klst og 54 mín og var 7 konan í mark og í 3 sæti í aldursflokki og 47 af 87 keppendum. Markmiðið með þátttöku var að komast af stað í hjólreiðaæfingum eftir slysin og að klára keppnina og hafa gaman af henni. Sjá nánar um hjólreiðakeppnina Jökulmíluna hér:
ÞRÍÞRAUTARKEPPNIR 2014
HLAUP 2014
HJÓLAMÓT 2014