Þorláksmessusund 2019 PB

by Halldóra

Tók þátt í Þorláksmessusundi Breiðabliks í fimmta skipti í morgun. Það er alltaf hátíðlegt að taka þátt í þessu 1.500 metra sundi og veðrið lék við okkur keppendur í morgun. Ekki mikið rok og engin ofankoma og frekar hlýtt. Ég náði núna mínum besta tíma í þessu sundi, 28 mín og 30 sek, sem og besta árangri þ.e. 10 sæti kvk og 30 sæti overall.

Veitingarnar eftir sundið voru glæsilegar og sjálfboðaliðar stóðu sig mjög vel. Þetta var í annað skipti sem við mæðgurnar tókum saman þátt í þessu sundi, en mamma tók líka þátt fyrir tveim árum eða 2017. Hún bætti líka tímann sinn um 2 mín og 17 sek. frá því síðast og synti þessa 1.500 metra á 33 mín og 19 sek. Er einstaklega stolt af henni, en hún fagnaði 70 ára afmæli á þessu ári og ég 50 ára.

Hér að neðan eru tímarnir mínir sem og árangur minn annars vegar af öllum keppendum og hins vegar í kvennaflokknum.
2019: Alls #30 sæti – Konur #10 sæti Tími: 28:30
2018: Alls #44 Konur #19 Tími: 31:25
2017: Alls #34-5 Konur #14 Tími: 30:02
2012: Alls #39 Konur #12 Tími: 29:28
2011: Alls #52 Konur #19 Tími: 37:10

Takk kærlega fyrir skemmtilegt sund og flotta umgjörð kæru sundfélagar í Breiðablik.

You may also like

Leave a Comment