Bhutan – Stage 6 Final Stage (01.06.2018)

by Halldóra

Camp 6: Drukyal Dzong (2.582 m hæð – gistum hjá munkunum/bóndabær) 
Stage 6: 14,6 km / hækkun 1.205 m / lækkun 691 m 

YFIRLIT = SÍÐASTA DAGLEIÐIN
Síðasta dagleiðin, um 14,6 km voru frá Drukyal virkinu (2.582 m) að  Tiger’s Nest. Farið var í gegnum fallega dali og meðfram ánni, áður en komið var að rótum  Tiger’s Nest. Eina drykkjarstöðin var þar, eftir 10,7 km og þá tók við mjög mikið og bratt klifur 3,9 km upp í Tigers Nest.

Each day we are born again . What we do today is what matters most.

Buddah

BE KIND. IT IS THE ONLY WAY TO MAKE THIS WORLD BETTER

Hópurinn var ræstur í þrem hollum þennan morguninn. Klukkan 06:00, 06:30 og 07:00. Ég var í öðrum hópnum, þ.e. ræst klukkan 06:30 og eini Íslendingurinn þar. Mér fannst þessi leið mjög fallegað.  Þar voru mjög margir ferðamenn að klífa þessa 4 km, þ.e. frá bílastæðinu (þar sem fyrsta drykkjarstöðin var) og mikið af hestum, sem voru notaðir til að flygja farþega sem ekki treystu sér til að ganga alla þessa leið upp eftir.

Ryan læknir sagði mér að fylgjast vel með hæðarmælinum til að komat að því í hvaða hæð ég væri komin þegar mér færi að líða illa. Hann vildi ekki gefa mér neitt við þessu, en hann vildi meina að þetta væru nokkrir samverkandi þættir. Hæðin, hitinn, rakinn og vatnsleysi í líkamanum. Ég átti því að drekka mjög mikið kvöldið áður og helst vatn með zero töflu, þ.e. steinefnum sem ég og gerði.

Það var eins og það væri skrifað í bók, þegar ég var komin í 3000 metra hæð þá var mér farið að líða illa, en þar sem ég vissi og sá stöðugt Tigers Nest, þá var uppgangan auðveldari heldur en fyrri tvö skiptin, þegar ég var komin í þessa hæð, og leið illa og sá ekki endamarkið. .

Þetta er algjörlega mögnuð leið og þegar ég sé að ekki var mikið eftir, sótti ég íslenska fánann minn í hlaupabakpokann og gerði mig tilbúna til að hlaupa og taka Haddýjar hoppið í markinu og fagna vel og innilega. Enda ekki annað hægt eftir sex daga hlaup, 200 km og um 11.000 metra samanlagða hækkun.
Hins vegar þegar ég kom í markið þá sussaði Stefan á mig og sagði mér að það væri stranglega bannað að vera með þennan hávaða í klaustrinu hahah 🙂 Þá kom þessi mjög svo fyndni svipur á andlitið á mér. (Siggi náði þessari stórkostlegu mynd) 🙂

En þetta var mögnuð stund og það var gaman að vera þarna þegar Beta og allir hinir vinir mínir komu í mark.

Fyrsti karlmaður í mark var frakkinn Alan Zagury, sem setti brautarmet 1:51 upp að Tigers Nest. Lokaniðurstaða í keppninni var að Tommy Chen frá Taiwan var fyrstur, Guillaume Degolet frá Frakklandi annar og Alan Zagury, varð þriðji.


Hjá konunum, var Beta okkar Elísabet Margeirsdóttir, í fyrsta sæti,  Angela Zäh frá Þýskalandi varð önnur og Sarah Sawyer frá Bretlandi varð þriðja.

Eftir að hafa tekið á móti öllum. Þá fórum við í skoðunarferð um þetta fallega klaustur sem er byggt inn í fjallið / klettana. Við skokkuðum niður (ég syngjandi glöð Barbie Girl). Fengum okkur hádegismat á veitingastað sem var þarna á leiðinni niður.   Þegar við komum að bílastæðinu (rætur Tigers Nest) þá gengum við í gegnum markað, í raun eina verslunin sem ég sá í Buthan og vorum svo keyrð á hótelið.

Meira um lúxusinn sem beið okkar í næstu færslu ….

Herbergisfélagarnir í markinu, 6 dagar og 200 km að baki. YNDISLEGT FERÐALAG ALLA LEIÐ <3

STRAVA = 15,39 km – T’ÍMI:  02:36:21

MYNDIR FRÁ FINAL STAGE ER AÐ FINNA HÉR

Þykir óendanlega vænt um þessa …. <3 <3 <3

You may also like

Leave a Comment